Hvetur alla óbólusetta til að mæta á morgun

Ragnheiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, að bólusetja.
Ragnheiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, að bólusetja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar mbl.is náði tali af Ragnheiði Ósk Er­lends­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, rétt um klukkan tvö síðdegis í dag var verið að blanda síðustu bóluefnaskammta dagsins og segir hún daginn hafa gengið ljómandi vel. 

Í dag var bólusett með bóluefni Pfizer gegn Covid-19 og var þeim sem fengu fyrri bólusetningu af AstraZeneca einnig velkomið að fá Pfizer í seinni skammt í dag. Ragnheiður hafði ekki tölu yfir hversu margir komu í dag sem höfðu fengið AstraZeneca í fyrri skammt en sagði þó að það hafi verið þó nokkrir.  

„Það fóru um 6.500 skammtar í dag og við munum bjóða upp á svipað magn næsta þriðjudag,“ segir Ragnheiður. Þeir sem fengu fyrsta skammt af AstraZeneca en eiga enn eftir að fá seinni skammt geta mætt 13. júlí í Pfizer eða 14. júlí í AstraZeneca. Eftir það verður skellt í lás í Laugardalshöll og við tekur sumarfrí starfsfólks. 

„Feykinóg fyrir alla“

Ragnheiður gerir ráð fyrir að sending af rúmlega fjögur þúsund skömmtum af AstraZeneca berist í lok vikunnar. „Það á að vera feykinóg fyrir alla.“ 

Á morgun verður bólusett með Janssen og hvetur Ragnheiður fólk sem eigi eftir að fá bólusetningu eindregið til að koma á morgun á milli 10:00 og 13:00, „allir velkomnir sem vilja ná sér í Janssen-bólusetningu“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um covid.is frá 2. júlí hafa 262.051 íbú­ar lands­ins 16 ára og eldri fengið bólu­efni. 75,8% eru full­bólu­sett­ og 12,9% hafa fengið fyrri skammt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert