„Færslan mín er einungis kveðja til starfsfélaga“

Magnús segir færsluna einungis hafa verið kveðju til starfsfélaga.
Magnús segir færsluna einungis hafa verið kveðju til starfsfélaga. Ljósmynd/Aðsend

„Mér hefur ekki borist þetta bréf sem birt er þarna á facebook. Færslan mín er einungis kveðja til starfsfélaga til 27 ára og hefur enga merkingu umfram það,“ segir Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í samtali við mbl.is

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, sagði í færslu á facebook fyrr í dag að hún hefði sent Magnúsi póst þar sem hún sagði hann meðal annars hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti, með því að setja athugasemd við færslu Tryggva Marteinssonar sem sagt var upp störfum hjá Eflingu í gær. Sólveig birti umræddan póst til Magnúsar í færslunni. Þegar mbl.is ræddi við Magnús hafði hann hins vegar ekki fengið póstinn.

„Ömurlegar fréttir kæri félagi. Á löng­um ferli mín­um í störf­um fyr­ir þetta stóra stétt­ar­fé­lag hef­ur við mig aldrei orði verið á þig hallað – þvert á móti,“ skrifaði Magnús við færslu Tryggva, sem þakkaði honum fyrir falleg orð.

Athugasemdin frá Magnúsi. Tryggvi lýsir jafnframt yfir þakklæti.
Athugasemdin frá Magnúsi. Tryggvi lýsir jafnframt yfir þakklæti. Ljósmynd/Skjáskot facebook

Sólveig segir Tryggva hafa hótað sér ofbeldisverkum á heimili sínu og með orðum sínum hafi Magnús lýst yfir stuðningi og samúð við geranda í ofbeldismáli frammi fyrir almenningi. „Hót­un­inni fylgdi ná­kvæm út­list­un á því hvernig hann hefði áður gert hót­an­ir gegn meint­um óvin­um sín­um að veru­leika og út­skýr­ing­ar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skil­orðsbund­inn dóm yrði hann dæmd­ur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“

Í bréf­inu til Magnús­ar seg­ir hún ASÍ hafa tapað trú­verðuleika sín­um. „Stofn­un sem fel­ur karli með þín viðhorf og hug­mynd­ir um hvað telst ásætt­an­leg op­in­ber fram­ganga í slík­um mál­um stöðu æðsta lög­fræðivalds hef­ur tapað trú­verðug­leika sín­um. Eng­inn þolandi í kyn­bundnu of­beld­is- eða áreitn­is­máli get­ur treyst því að mál þeirra fái fag­lega eða hlut­lausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegn­ir þar þeirri stöðu sem þú ger­ir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert