Sigurður Ingi kærður fyrir brot á siðareglum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Vigdís Häsler Sveinsdóttir. Samsett mynd

Kæra gagnvart Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra hefur borist forsætisnefnd Alþingis. Þetta staðfesti Birgir Ármannsson formaður forsætisnefndar við fréttastofu RÚV sem greindi fyrst frá.

Segir í frétt RÚV að gert sé ráð fyrir því að erindið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar en að ekki liggi ekki fyrir hver þar var sem lagði fram kæruna.

Kæran snýr að niðrandi ummælum Sigurðar Inga um Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, sem hann lét falla á flokksþingi í tengslum við Búnaðarþing.

Ekki hef­ur enn feng­ist upp­lýst hvað það var ná­kvæm­lega sem Sig­urður sagði og hef­ur hann ekki viljað tjá sig um það. Af yf­ir­lýs­ingu Vig­dís­ar má ætla að um­mæl­in hafi snú­ist um húðlit, kynþátt eða kyn­ferði henn­ar.

Ekki náðist í Birgi Ármannsson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert