Fjalla um álitaefni og valkosti vindorkuvera

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett stöðuskýrslu starfshóps um valkosti …
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett stöðuskýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda. Ljósmynd/Landsvirkjun

Stöðuskýrsla starfshóps Vindorka - valkostir og greiningar þar sem fjallað er um valkosti og greiningu á vindorku hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í skýrslunni hafa álitaefni verið dregin saman og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Meðal helstu álitamála sem fram koma í skýrslunni eru þau hvort vindorka eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun eða standa utan þeirra, hvort setja eigi sérstök viðmið um staðsetningu, fjölda og stærð vindorkuvera. Hvort skýrari reglur og viðmið þurfi þegar kemur að áhrifum á umhverfi og náttúru, hvort reglur sem gilda um skattlagningu orkuframleiðslu eins og vindorku skuli standa, o.fl. 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar nú eftir umsögnum og ábendingum í samráðsgátt. Þá verður einnig farið í víðtækt samráð um efni skýrslunnar og að lokum lögð fram tillaga að lagafrumvarpi um málefnið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert