Ómálefnaleg gagnrýni lituð af kosningabaráttu

„Þessi gagnrýni Kristjáns er lituð af því að hann er í kosningabaráttu. Hún er mjög ómálefnaleg og hann setur fram fullyrðingar sem standast ekki," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið, aðspurður vegna gagnrýni Kristjáns Möller, alþingismanns Samfylkingarinnar, vegna nýrrar Grímseyjarferju í Morgunblaðinu.

Sturla sagði að það hefði legið fyrir að það hefði kostað 800 milljónir króna ef ákveðið hefði verið að láta smíða nýtt skip. Kostnaður samkvæmt samningum um skipið sem væri verið að breyta væri talinn nema 350 milljónum króna, samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði. Fullyrðingar um að skipið myndi kosta 500 milljónir kr. væru fullyrðingar út í loftið og algerlega ábyrgðarlausar, nema Kristján hafi tekið að sér að ná einhverjum aukaverkum fyrir verktakann.

„Ég á nú tæplega von á því, en það mætti halda það. Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaust tal af hans hálfu. Það liggur auðvitað alveg fyrir að vélsmiðjan hefur ekki staðið sig."

Hann sagði að þetta upphlaup Kristjáns yrði að skoða í því ljósi að hann væri í kosningabaráttu. „Þetta er algerlega óforsvaranleg framganga af hans hálfu og ekki í þágu Grímseyinga að hleypa þessu máli í eitthvert uppnám."

Sturla sagði einnig að þetta væri mjög óvenjuleg framganga þingmanns, „ekki síst vegna þess að Kristján Möller hefur ekki sýnt þessu máli nokkurn áhuga. Hann sýndi engan áhuga á sínum tíma að endurnýja ferjuna til Grímseyjar. Núna allt í einu rétt fyrir kosningar fer hann að hafa áhuga á þessu máli og lýsir það alveg furðulegum vinnubrögðum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert