Soffía ekki á listanum

Soffía Lárusdóttir verður ekki á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar.
Soffía Lárusdóttir verður ekki á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar.

Gengið hefur verið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Efstu sætin eru skipuð í samræmi við úrslit prófkjörs. Soffía Lárusdóttir sem varð í fimma sæti í prófkjörinu er ekki á listanum en Anna Guðný Guðmundsdóttir færist upp í fimmta sætið.

Tillaga kjörnefndar að framboðslistanum var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í gær. Listinn er þannig skipaður:

1. Kristján Þór Júlíusson,    alþingismaður,    Akureyri.
2. Tryggvi Þór Herbertsson,    prófessor,    Reykjavík.
3. Arnbjörg Sveinsdóttir,    alþingismaður,    Seyðisfirði.
4. Björn Ingimarsson,   hagfræðingur,    Þórshöfn.
5. Anna Guðný Guðmundsdóttir,    verkefnisstjóri,    Akureyri.
6. Jens Garðar Helgason,    framkvæmdastjóri,    Eskifirði.
7. Kristín Linda Jónsdóttir ,   bóndi og ritstjóri,    Þingeyjarsveit.
8. Elín Káradóttir,    framhaldsskólanemi,    Egilsstöðum.
9. Gunnar Hnefill Örlygsson,    framhaldsskólanemi,    Húsavík.
10. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir,    búfræðingur og húsmóðir,    Eyjafjarðarsveit.
11. Friðrik Sigurðsson,    bóksali,    Húsavík.
12. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir,    háskólanemi,    Siglufirði.
13. Gunnar Ragnar Jónsson,    guðfræðinemi,   Reyðarfirði.
14. Gísli Gunnar Oddgeirsson,    skipstjóri,    Grenivík.
15. Kristín Ágústsdóttir,    landfræðingur,    Norðfirði.
16. Steinþór Þorsteinsson,    háskólanemi,    Akureyri.
17. Signý Ormarsdóttir ,   menningarfulltrúi og fatahönnuður ,   Egilsstöðum.
18. Gunnlaugur J. Magnússon,    rafvirkjameistari,    Ólafsfirði.
19. Anna Björg Björnsdóttir,    húsmóðir,    Akureyri.
20. Helgi Ólafsson,    rafvirkjameistari,    Raufarhöfn.


Kristján Þór Júlíusson er í efsta sæti á lista sjálfstæðismanna …
Kristján Þór Júlíusson er í efsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert