Sækist eftir fyrsta sæti í Kraganum

Ragnar Önundarson.
Ragnar Önundarson. mbl.is/Ásdís

Ragnar Önundarson býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hann sækist eftir fyrsta sæti listans.

Fram kemur í tilkynningu, að Ragnar leggi mesta áherslu á aðskilnað stjórnmála og viðskipta og að flokkurinn ljúki eftirmálum hrunsins við kjörna fulltrúa sína.

Ragnar er sextugur viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hóf störf í Iðnaðarbankanum 1976 og var stjórnandi og stjórnarmaður í bönkum og öðrum fjármálastofnunum í meira en 30 ár.

Hann hefur skrifað um efnahags- og atvinnumál í Morgunblaðið síðan 2005. Vorið 2008 gerði hann tillögur um lausn bankavandans og var ráðgjafi Seðlabankans í október það ár. Hann er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur hússtjórnarkennara í Garðabæ, og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert