Breyting á stjórnarskrá samþykkt

Þingmenn samþykktu breytingu á stjórnarskrá í kvöld með 25 atkvæðum …
Þingmenn samþykktu breytingu á stjórnarskrá í kvöld með 25 atkvæðum gegn tveimur. 21 þingmenn sátu hjá. mbl.is/Styrmir Kári

Alþingi samþykkti rétt í þessu breytingar á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands með 25 atkvæðum gegn tveimur. 21 þingmaður greiddu ekki atkvæði.

Tillagan er frá Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni þess efnis að hægt verði að breyta stjórnarskrá á næsta kjörtímabili með því að aukinn meirihluti þingmanna samþykki það sem og 40% atkvæðabærra manna í landinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Lúðvík Geirsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmenn Samfylkingar og  Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sátu öll hjá við atkvæðagreiðslu um breytingatillöguna sem og langflestir þingmenn stjórnarandstöðunnar. Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Hreyfingar greiddu atkvæði gegn tillögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert