Rúmlega 27 þúsund hafa kosið

Rúmlega 27 þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Rúmlega 27 þúsund hafa kosið utan kjörfundar mbl.is/Brynjar Gauti

27.202 atkvæði hafa nú verið greidd utan kjörfundar. Þar eru talin þau atkvæði sem greidd hafa verið á kjörstöðum, hjá sýslumannsembættum og í sendiráðum. Alls hafa 23.986 einstaklingar kosið á kjörstað og 3.216 atkvæði hafa verið send.

Heldur fleiri hafa nýtt sér utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í ár en fyrir þingkosningarnar 2009. Að kvöldi miðvikudags í vikunni fyrir kosningarnar höfðu um 6.800 greitt atkvæði í Reykjavík, en í gær höfðu um 11.377 einstaklingar gert slíkt hið sama.

Að kvöldi miðvikudags í vikunni fyrir kosningarnar höfðu um 6.800 greitt atkvæði en í gær höfðu 11.377 gert slíkt hið sama.

Nokkuð margir komu í Laugardalshöll í gær, eða 2454 einstaklingar. Þar er opið til klukkan 10 í kvöld, líkt og síðustu daga. Einnig hefur verið mikið að gera í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn utankjörfundaratkvæðagreiðslu gengur kosningin hratt fyrir sig. Þó hefur nokkuð borið á því að kjósendur hafi ekki gild persónuskilríki meðferðis, en kennitala þarf að koma fram á skilríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert