Vill hefja stjórnarmyndun í dag

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk í morgun á fund forseta …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk í morgun á fund forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Bloomberg TV að stjórnarmyndunarviðræður hefjist í dag og að hann vonist til þess að ljúka samningum síðar í þessari viku.

Í fréttinni er fjallað um úrslit kosninganna og stöðu efnahagsmála á Íslandi. Haft er eftir Bjarna að mikilvæg verkefni bíði nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að stefnt sé að því að viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefjist í dag með það að markmiði að þeim ljúki með samningum fyrir lok þessarar viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert