Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna

mbl.is/Hjörtur

Björt framtíð fengi tæp 33,9% atkvæða í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík ef kosið yrði nú. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna, hann fengi 28,7% atkvæða ef kosið yrði nú.

Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir þáttinn Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV í morgun.

Samfylkingin fengi 20,5% atkvæða, Vinstri græn 9,3% og Framsóknarflokkurinn 3,3%.

Heildarúrtak könnunarinnar var 2.066 Reykvíkingar átján ára og eldri og var svarhlutfallið 60,2%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert