Vilja endurtalningu í Hafnarfirði

Brynjar Guðnason, kafteinn Pírata, í Hafnarfirði.
Brynjar Guðnason, kafteinn Pírata, í Hafnarfirði.

Píratar í Hafnarfirði hafa farið fram á það við kjörstjórn bæjarins að öll atkvæði vegna sveitarstjórnarkosninganna verði endurtalin þar sem aðeins munaði nokkrum atkvæðum á síðasta manni inn og oddvita Pírata.

Adda María Jóhannsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, var síðust inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en Brynjar Guðnason, oddviti Pírata, var næstur inn, en aðeins munaði sex atkvæðum.

„Ég fékk beiðni frá þeim um hádegisbilið í dag, þess efnis,“ segir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is. 

Hún segir að næsta verk sé að ná kjörstjórn aftur saman og býst hún við að beiðnin verði rædd í síðasta lagi næsta miðvikudag. „Þá verður tekin afstaða til þessa erindis með formlegum hætti,“ segir Jóna.

„Beiðnin byggist á þessum litla mun sem var á þeirra manni [Pírata] og síðasta manni inn,“ segir hún ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert