Alþingiskosningar 2017

Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna

05:30 Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

Í gær, 13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

Í gær, 10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

í fyrradag Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

í fyrradag Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

í fyrradag Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

240 milljarða arðgreiðslur

17.10. Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

16.10. Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

16.10. Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

16.10. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Vill fund vegna svissneskrar leiðar

16.10. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að boða Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, á fund vegna ummæla Gylfa um svissnesku leiðina sem Framsókn ætlar að fara í húsnæðismálum. Meira »

Vísar mótmælum til föðurhúsanna

16.10. „Ég er ósammála þessari framsetningu og finnst ekki við hæfi að blanda saman þessum óskyldu málaflokkum,“ segir Páll Magnússon. Meira »

Jöfn dreifing flestra flokka

16.10. „Það kemur ekki mikið á óvart í þessu en þó eitthvað, til að mynda er fylgið sem Framsóknarflokkurinn sækir af höfuðborgarsvæðinu með minnsta móti.“ Meira »

„Eigum að senda út skýr skilaboð“

15.10. „Við eigum sem þjóð að senda út skýr skilaboð um að við ætlum að leggja okkar af mörkum vegna flóttamannavandans,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Hærri skatttekjur vegna betra árferðis

Í gær, 11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

Í gær, 08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

í fyrradag Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

í fyrradag Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Mikið fylgistap Flokks fólksins

17.10. Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Meira »

Hálfrar aldar aldursmunur á oddvitum

17.10. Hálf öld skilur að elsta frambjóðandann í oddvitasæti fyrir alþingiskosningarnar og þann yngsta.  Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

16.10. Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

16.10. Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Falsaðar undirskriftir til lögreglu

16.10. Við yfirferð meðmælendalista í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður fundust falsaðar undirskriftir hjá tveimur framboðum. Um falsanir í talsverðum mæli var annars vegar að ræða í báðum kjördæmunum en afmarkaða fölsun í hinu í Reykjavík norður. Meira »

Viljum fylgja árangrinum eftir

16.10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að kosningarnar í haust snúist um að bæta almenn lífskjör fólks. Viðreisn sé flokkur sem þori að fara í kerfisbreytingar sem muni ýta undir almannahagsmuni. Meira »

Grunur um falsaðar undirskriftir

16.10. Grunur er um falsaðar undirskriftir á meðmælendalistum framboðslista í fjórum kjördæmum.  Meira »

Framlögin gætu breyst mikið

16.10. Ef 286 milljóna króna ríkisframlögum til stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtaka væri skipt samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru í Morgunblaðinu í fyrradag, fengi Vinstri hreyfingin - grænt framboð rúmar 78 milljónir króna í sinn hlut og Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæpar 65 milljónir króna. Meira »

Vill ráðast í kerfisbreytingar

15.10. Kerfisbreytingar á fjármálakerfinu, atvinnulíf og nýsköpun, menntun og vísindi, heilbrigðiskerfið og réttindi eldri borgara verða megin áherslur Miðflokksins í alþingiskosningunum 28. október. Meira »