Írak

Náðu síðasta víginu á sitt vald

20.10. Átök hafa brotist út milli kúrda og íraskra hermanna í borginni Kirkuk í Norður-Írak nokkrum dögum eftir að íraski herinn og vopnaðar sveitir síta hertóku hana. Yfir 100 þúsund kúrdar hafa flúið borgina. Meira »

84 farast í sjálfsvígsárás í Írak

15.9. Rúmlega 80 manns létust í sjálfsvígsárás á landamærastöð og veitingastaði í nágrenni við írösku borgina Nasiriyah í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem kostaði 84 lífið. 93 til viðbótar særðust í árásinni. Meira »

11 létust í bílsprengju

28.8. Að minnsta kosti 11 létust og 26 særðust þegar bílsprengja sprakk í norðausturhluta Bagdad í Írak í morgun. Liðsmenn úr írösku öryggissveitunum eru á meðal hinna látnu. Meira »

Hryllingur orrustunnar að koma í ljós

2.8. Það er kraftaverki líkast að einhver hafi lifað af hinar hrottalegu orrustur sem háðar voru um gömlu borgina í Mósúl á meðan áhlaupi stjórnarhersins stóð. Meira »

Fagnar sigrinum í Mósúl

9.7. Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, heimsótti Mosúl til að fagna sigri Írakshers gegn Riki íslams. Hann hefur nú lýst því yfir að borgin sé laus úr ánauð og lýst yfir sigri gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki íslams. Meira »

Herinn við það að ná Mósúl á sitt vald

8.7. Varnir liðsmanna hins svokallaða Ríkis íslams falla hratt í borginni Mósúl í Írak og búist er við að íraskir hermenn muni ná henni á sitt vald innan nokkurra klukkustunda. Meira »

Flóttamannabúðum lokað í kjölfar árásar

2.7. Fjórtán létust þegar sjálfsvígsárásarmaður lét til skarar skríða í flóttamannabúðum vestur af Ramadi í héraðinu Anbar í Írak í dag. Flestir hinna látnu voru konur og börn en þrettán til viðbótar særðust. Meira »

Nályktin fyllir vitin

25.6. Gjörónýtar byggingar. Haugar af braki og rotnandi lík á víð og dreif. Engu er líkara en að plágur gamla testamentisins hafi herjað á gamla borgarhlutann í Mosúl í Írak, þar sem stjórnarherinn berst við vígamenn Ríkis íslams. Meira »

Jasítar lausir úr haldi

30.4. Þrjátíu og sex Jasítar eru lausir úr haldi vígamanna Ríkis íslams í norðurhluta Íraks. Hópurinn hafði verið í haldi vígamannanna í næstum því þrjú ár, að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna. Meira »

„Vonandi ekki systir mín“

7.4. Í hvert skipti sem sem sjúklingur er borinn inn á Athbah sjúkrahúsið, suður af Mósúl í Írak biður Sultan læknir þess að þetta sé ekki systir hans eða bróðir. Flestir þeirra sem starfa á sjúkrahúsinu eru frá borginni stríðshrjáðu og hver sjúklingur getur verið ættingi eða nágranni. Meira »

Fimmtán fórust í bílsprengingu

20.3. Að minnsta kosti 15 manns fórust og 33 særðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, að sögn innanríkisráðuneytis landsins. Meira »

Aðstæður í Mósúl sagðar versna hratt

15.2. Aðstæður íbúa í vesturhluta írösku borgarinnar Mósúl fara hratt versnandi og eru mikið áhyggjuefni að mati Sameinuðu þjóðanna. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hafa komið sér fyrir í vesturhluta Mósúl, þar sem þeir dvelja ásamt 750.000 almennum borgurum. Meira »

Íslensk kveðja til kvenna í Írak

23.1. UN Women í Írak dreifir sæmdarsettum að andvirði sex milljónir króna sem söfnuðust í neyðarsöfnun samtakanna hér á landi í nóvember síðastliðnum. Í sæmdarsettunum eru helstu nauðsynjar líkt og dömubindi, sápa og vasaljós. Meira »

Bein á víð og dreif og lyktin óbærileg

18.11.2016 Íraskar hersveitir hafa fundið aðra fjöldagröf skammt frá Mosúl, sem þær telja geyma líkamsleifar fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam. Teymi frá AFP-fréttaveitunni heimsóttu svæðið, sem er nærri þorpinu Tall Adh-Dhahab. Meira »

Bardaginn um Mosúl nálgast Nimrud

10.11.2016 Bardaginn um næststærstu borg Íraks, Mosúl, færist sífellt nær sögufræga staðnum Nimrud. Óttast er að staðurinn verði fyrir enn frekari skemmdum en liðsmenn Ríkis íslams hafa þegar unnið skemmdarverk á honum með sprengjum og sleggjum. Meira »

Íraski herinn tekur yfir Kirkuk

16.10. Íraski stjórnarherinn hefur nú náð miðborg Kirkuk á vald sitt að því er BBC hefur eftir íbúum borgarinnar. Stjórnarherinn hafði áður náð mikilvægum stöðum í borginni úr höndum uppreisnarmanna Kúrda. Meira »

Höfnuðu þjóðaratkvæði um sjálfstæði

12.9. Þing Íraks greiddi í dag atkvæði gegn áformum leiðtoga Kúrda í landinu að halda ráðgefandi þjóðaratkvæði í lok þessa mánaðar um sjálfstæði Kúrdistans. Meira »

27 dæmdir til dauða fyrir Camp Speicher morð

8.8. Dómstóll í Írak hefur dæmt 27 menn til dauða fyrir þátt sinn í fjöldamorðum vígamanna Ríkis íslams á allt að 1.700 íröskum hermönnum í Camp Speicher í júní 2014. Meira »

Var 16 ára þýsk stúlka handtekin í Mósúl?

18.7. Þýskur saksóknari kannar nú hvort 16 ára þýsk stúlka hafi verið meðal þeirra sem handteknir voru í Mósúl eftir að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams misstu borgina úr höndum sér. Stúlkan og fjórar aðrar konu voru handteknar og sæta nú rannsókn vegna gruns um að vera stuðningsmenn Ríkis íslams. Meira »

Írakar lýsa yfir sigri í Mosúl

9.7. Hai­der al-Aba­di, forsætisráðherra Íraks, er kominn til Mosúl til að óska Íraksher til hamingju með sigurinn gegn liðsmönnum hins svokallaða Ríkis íslams. Meira »

Blair ekki sannsögull um Írak

6.7. Tony Blair sagði bresku þjóðinni ekki satt um þá ákvörðun sína að Bretland tæki þátt í Íraksstríðinu er hann var forsætisráðherra. Þetta sagði sir John Chilcot í samtali við BBC, en Chilcot sem birti í fyrra skýrslu um málið hefur ekki áður tjáð sig um hvaða ástæður hann telur liggja að baki ákvörðun Blair. Meira »

Herinn hefur náð stærstum hluta Mosúl

2.7. Stærstur hluti Mosúl-borgar er nú undir yfirráðum stjórnarhersins og er nú unnið að því að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams úr írösku borginni. Meira »

Börnin borin heim í líkkistum

9.6. Hin nítján ára gamla Reem hugsaði sig vel og lengi um áður en hún tók þá erfiðu ákvörðun að flýja borgina Raqqa í Sýrlandi. Hún lagði í mikla hættuför en komst í skjól. Heimsforeldrar UNICEF skipta sköpum þegar kemur að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra á flótta. Meira »

Þjóðverjar berjast með Kúrdum

10.4. Yfir 200 manns hafa ferðast frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með kúrdískum hermönnum gegn Ríki íslams. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra Þýskalands við fyrirspurn frá vinstri­flokknum, Die Lin­ke. Meira »

Óttast að yfir 200 hafi látist

25.3. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum um að fjöldi almennra borgara hafi látist í loftrárásum á borgina Mosúl í Írak. Meira »

52 látnir eftir kröftuga bílsprengju

16.2. Í það minnsta 52 eru látnir og fleiri en fimmtíu særðir eftir að kröftug bílsprengja sprakk á markaði með notaða bíla í suðurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Árásin er sú skæðasta það sem af er þessu ári. Meira »

Börn í skóla á nýjan leik

24.1. Þúsundir íraskra barna hafa sest aftur á skólabekk í Mósúl í Írak. 30 skólar voru opnaðir á sunnudaginn í austurhluta Mósúl sem taka við 16 þúsund börnum. Skólahald hefur ekki verið með eðlilegum hætti undanfarin tvö ár eftir að íslamskt jíhad hefur verið þar í gildi, segir í tilkynningu frá UNICEF. Meira »

Hart barist um háskólann í Mósúl

13.1. Hersveitir Íraksstjórnar og bandamanna þeirra hafa mætt mikilli mótstöðu frá vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams í baráttunni um Mósúl háskóla í dag, en samtökin hafa notað skólabyggingarnar sem bækistöðvar fyrir vígamenn sína í borginni. Meira »

Hengdu upp lík í borginni

11.11.2016 Liðsmenn hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis íslams hafa myrt yfir 60 manns í þessari viku í borginni Mosúl og hengt lík þeirra upp víða um borgina, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. AFP greinir frá. Meira »

Kúrdar taka mikilvægan bæ

8.11.2016 Hersveitir Kúrda hafa tekið bæinn Bashiqa í Írak sem áður var á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Hertaka bæjarins er mikilvægur liður í að greiða fyrir sókn að borginni Mosúl úr austri en borgin er síðasta borgin í landinu á valdi samtakanna. Meira »