Velkomin aftur, elskan!

SpaceX hefur náð að lenda Falcon-eldflaug sinni í fyrsta skipti, eins og mbl.is greindi frá í nótt. Þykir áfanginn marka tímamót í geimiðnaðinum þar sem hægt verður að minnka kostnað og úrgang talsvert með því að endurnýta eldflaugarnar, í stað þess að láta þær falla til jarðar og eyðileggjast.

Bruni flaugarinnar lýsti skærappelsínugulur upp myrkan næturhimininn á Canaveral-höfða í Flórída áður en flaugin lenti upprétt, aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa skotið fjölmörgum gervihnöttum á sporbraut um jörðu.

„Fálkinn er lentur,“ ómaði í kallkerfinu við lendinguna og í kjölfarið brutust út gífurleg fagnaðarlæti meðal starfsmanna SpaceX og þeirra sem komið höfðu til að berja lendinguna augum.

SpaceX, undir forystu frumkvöðulsins Elon Musk, stefnir ótrautt á að bylta iðnaðinum, þar sem hingað til hefur þótt venjulegt að tapa milljónum Bandaríkjadala þegar eldflaugar ónýtast eftir geimskot.

„Ég get enn ekki trúað þessu,“ sagði Musk á blaðamannafundi eftir lendinguna, en áður hafði hann fagnað henni með eftirfarandi orðum.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert