Glæsilegar myndir af Júpíter

Sjónarhorn sem þetta af suðurpól Júpíters hefur aldrei komið fyrir …
Sjónarhorn sem þetta af suðurpól Júpíters hefur aldrei komið fyrir augu manna áður. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur birt ótrúlegar nýjar myndir af Júpíter sem teknar voru í framhjáflugi könnunarfarsins Juno á laugardag. Myndirnar eru þær fyrstu sem menn fá af pólum gasrisans en þegar geimfarið var sem næst Júpíter var það í aðeins rúmlega 4.000 kílómetra fjarlægð.

Vísindamenn við leiðangurinn voru í skýjunum þegar þeir fengu myndirnar til jarðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Scott Bolton, aðalvísindamaður leiðangursins, segir að fyrstu nasasjónirnar af norður pólnum líkist engu sem menn hafi áður séð.

„Hann er bláleitari þarna uppi en nokkur annar hluti af reikistjörnunni og það er mikið um storma. Það eru engin merki um breiddarbelti eða svæði og belti sem við erum vön, það er varla hægt að þekkja Júpíter á þessari mynd,“ segir Bolton.

Merki séu um að skýin í lofthjúpnum myndi skugga sem bendi til þess að þau séu hærra uppi en önnur kennileiti gasrisans.

Samsett mynd sem sýnir hvernig Juno nálgaðist og fjarlægðist Júpíter …
Samsett mynd sem sýnir hvernig Juno nálgaðist og fjarlægðist Júpíter aftur á tíu klukkustunda tímabili. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS

Næstkomandi mánuði á Juno að gera ítarlegar athuganir á Júpíter til að færa mönnum frekari upplýsingar um eðli og uppruna reikistjörnunnar og um leið sólkerfisins. Á meðal þess sem mönnum leikur helst forvitni á að vita er hvort að Júpíter hafi kjarna á föstu formi eða hvort að gasið sem myndar hann verði aðeins þéttara og þéttara eftir því sem nær dregur kjarnanum.

Myndagallerí NASA frá Juno-leiðangrinum

Innrauð mynd af segulljósum á suðurpóli Júpíters.
Innrauð mynd af segulljósum á suðurpóli Júpíters. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS
Norðurpóll Júpíters sést í fyrsta skipti á mynd sem Juno …
Norðurpóll Júpíters sést í fyrsta skipti á mynd sem Juno tók af reikistjörnunni úr um 700.000 kílómetra fjarlægð á laugardag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert