Unnur býður upp á sumarlegan vikumatseðil

Heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni á Unnur Pálmarsdóttir dugnaðarforkur.
Heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni á Unnur Pálmarsdóttir dugnaðarforkur. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni á Unnur Pálmarsdóttir eigandi Fusion, hóptímakennari hjá Reebok Fitness, einkaþjálfari, fararstjóri og mannauðsráðgjafi svo fátt sé nefnt.  Hún fær hið skemmtilega verkefni að útbúa sumarlegan matseðil fyrir lesendur matarvefsins í tilefni þess að sumarið er handan við hornið.

Það er aldrei lognmolla kringum Unni og hún vill helst hafa marga bolta á lofti í einu. Hún er nýbúin að standa í framkvæmdum heima fyrir og eftir þær á matur hug hennar allan.

Hjarta heimilisins slær í eldhúsinu

„Við erum nýbúin að endurnýja eldhúsið okkar og því er alltaf tilhlökkun að elda góðan mat, fá sér gott kaffi og njóta þess að vera til.  Ég er svo heppin að maðurinn minn, Gylfi Már, er mikill kokkur og eldar dýrindis mat. Sonur okkar, Pálmar, hefur einnig mikinn áhuga á eldamennsku og góðum uppskriftum. Svo það má með sanni segja hjarta heimilisins slái í eldhúsinu. Það er svolítið eins og þú sért komin til Spánar eða Ítalíu og við höfum haft það að leiðarljósi að hafa heimilið okkar ávallt opið fyrir vinum og vandamönnum. Oftar en ekki safnast ávallt allir saman í eldhúsinu að njóta þess að borða góðan mat og tala saman um það sem liggur á hjarta hverju sinni,“ segir Unnur og brosir sínum fallega brosi.

Hér kemur vikumatseðillinn hennar Unnar sem er svo sannarlega með sumarlegu ívafi. 

Mánudagur -  Hunangsgljáður lax í ofni með sítrónu og meðlæti.

„Við njótum þess að borða góðan fisk og í uppáhaldi hjá okkur er ofnbakaður lax sem við eldum oftast á mánudögum. Meðlæti er nýbakað rúgbrauð með smjöri og íslenskar kartöflur að vild. Ekta orkuríkur mánudagsmatur sem er hollur og góður fyrir alla.“

Girnilegur þessi hunangsgljáði lax með þessum ljúffenga meðæti.
Girnilegur þessi hunangsgljáði lax með þessum ljúffenga meðæti.
 

Þriðjudagur - Grjónagrautur með rúsínum og kanil

„Grjónagrautur er fastur liður í matargerð á heimilinu. Vinir hans Pálmars koma oft í mat til okkar og uppáhaldið er grjónagrautur með kanil og rúsínum. Þessu má toppa með góðum rjóma, jarðarberjum eða bláberjum.“

Grjónagrautur af betri gerðinni.
Grjónagrautur af betri gerðinni. Ljósmynd/María Gomez

Miðvikudagur – Ítalskar hakkbollur með spaghetti og parmesan

Nautahakkbollur og spaghetti er ómissandi liður hjá okkur. Það elda ég og sonur minn kallar það „mömmu hakk og spakk“. Meðlæti er hvítlauksbrauð og parmesanostur fyrir þá sem vilja. Ómótstæðilega ljúffengt.“

Ljúffengar ítalskar hakkbollur bornar fram með spaghettí og parmesanosti.
Ljúffengar ítalskar hakkbollur bornar fram með spaghettí og parmesanosti. Ljósmynd/Sjöfn

Fimmtudagur – Kjúklingasalatið sem smellpassar fyrir sumarið

„Á fimmtudögum þá er oftast fyrir valinu „létt“ í matinn. Þá er kjúklingasalat vinsælast á mínu heimili og hér er þessi ljúffenga uppskrift af einu slíku sem svíkur engan.“ 

Sumarlegt og ferskt kjúklingasalat.
Sumarlegt og ferskt kjúklingasalat. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Föstudagur – Calzone Pítsa sem engan svíkur

„Eins og hjá flestum Íslendingum þá eru föstudagskvöldin heilög pítsukvöld. Þar fær hver og einn fjölskyldumeðlimurinn að njóta þess að gera sína eigin pítsu. Maðurinn minn er fyrrum pítsumeistari, þar sem hann vann á sínum yngri árum á Selfossi á pítsustað svo hann er meistarinn í þeirri gerð.  Alltaf er mikil tilhlökkun fyrir föstudagskvöldum og er yndislegt að sjá mismunandi útgáfur af pítsum.“

Ekta ítalskur hálfmáni, gerist ekki betra.
Ekta ítalskur hálfmáni, gerist ekki betra.

Laugardagur -  Grillaður hamborgari toppaður með jalapeno-majó

„Grillaður hamborgari er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er svo ferskt og fljótlegt að grilla á pallinum og njóta þess í botn. Við borðum oftast hamborga eins sinni í viku en það er mismunandi hvort það er nautaborgari eða kjúklingaborgari sem verður fyrir valinu.“

Grillaður hamborgari með dressingu sem rífur í er boðberi sumarsins.
Grillaður hamborgari með dressingu sem rífur í er boðberi sumarsins. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sunnudagur – Guðdómlegt lambalæri Lindu Ben

„Um helgar þá hef ég meiri tími að elda og nýt þess í botn.  Það er fátt betra en íslenskt lambakjöt og mikilvægur þáttur á heimilinu okkar eru sunnudagskvöldverðurinn. Það er ekki margt sem getur toppað þessa máltíð og mæli með að hafa sunnudagana heilaga fyrir góðan og dýrindismat.“

Íslenska lambalærið klikkar ekki.
Íslenska lambalærið klikkar ekki. Ljósmynd/Linda Ben

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert