Stærðin skipti greinilega máli

Það verða oft slagsmál á börum af frekar litlu tilefni en sjaldan hafa afleiðingarnar verið jafn alvarlegar og þær, sem urðu eftir heimskulegt rifrildi tveggja karlmanna á bar í Suður-Afríku nýlega.

Fram kemur í suður-afrískum fjölmiðlum, að tveir menn hafi brugðið sér á salernið á Merseyside Pub and Tavern. Þar sem þeir stóðu við þvagskálarnar leit annar til hliðar og lýsti því yfir við nágrannann, að skaparinn hefði greinilega ekki verið sérlega örlátur þegar hann hefði búið til ákveðinn líkamshluta á honum.  

Hinn fór stórmóðgaður fram til vina sinna og sagði þeim hvað hefði gerst. Til að bæta gráu ofan á svart var sá, sem varð fyrir móðguninni hvítur á hörund en hinn maðurinn var af indverskum uppruna. 

Félagar hvíta mannsins brugðu sér nú út fyrir en þegar þeir komu aftur voru þeir vopnaðir byssum. Þeir hófu síðan skothríð á barnum og áður en yfir lauk lágu þrír menn í valnum og tveir voru lífshættulega sárir.

Fimm menn voru handteknir og eru tveir þeirra fyrrverandi lögreglumenn. Lögregla segir að mennirnir hafi allir verið drukknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir