Semja ekki við hryðjuverkamenn

Herve Pierre Gourde
Herve Pierre Gourde AFP

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, segir að ekki verði samið við hryðjuverkasamtökin sem rændu frönskum ferðamanni í Alsír. Valls segir að Frakkar muni áfram taka þátt í loftárásum á öfgahreyfingu Ríki íslams.

Í viðtali við Valls í franska útvarpinu í morgun kom fram að það verði aldrei samið við hryðjuverkamenn og mannræningja. „En að sjálfsögðu erum við afar áhyggjufull eftir að það fékkst staðfest að myndskeiðið er ófalsað.“

Vísar Valls þar til myndskeiðs sem systursamtök Ríki íslam, Jund al-Khilifa, í Alsír sendu frá sér í gær en þar hóta samtökin því að taka franskan ferðamann, Hervé Pierre Gourdel af lífi innan sólarhrings hætti Frakkar eki loftárásum gegn Ríki íslam í Írak. 

„Ef við gefum eftir, jafnvel aðeins þumlung, þá færum við þeim sigur,“sagði Valls í viðtali við Europe 1.

Á föstudag gerði franski herinn sínar fyrstu loftárásir á Írak en hefur ekki tekið þátt í aðgerðum Bandaríkjahers á Sýrland í nótt. 

Manuel Valls
Manuel Valls AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert