Ráðist á blog.is

Vefþjónn mbl.is hefur verið undir miklu álagi í dag vegna árása svonefndra spambotta, en það er hugbúnaður sem keyrður er yfir netið til að koma auglýsingum inn á vefsetur í óþökk rekstraraðila þeirra. Árásirnar hafa beinst að gestabókasíðum notenda á blog.is.

Að sögn kerfisstjóra mbl.is hafa áþekkar árásir verið gerðar á mbl.is nokkrum sinnum á undanförnum árum, þó sú sem nú stendur yfir sé óvenju svæsin. Þannig hafa borist tugir þúsunda færslubeiðna í gestabækur á blog.is í dag, en lokað hefur verið fyrir gestabókafærslur um stundarsakir. Árásin hófst í morgun og stendur enn þó heldur hafi dregið úr henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert