Gaspri um kreppu verði hætt

Frá kjaramálaráðstefnu AFLs.
Frá kjaramálaráðstefnu AFLs.

Í ályktun, sem samþykkt var á kjaramálaráðstefnu AFLs á Austurlandi í gær, segir m.a. að síbylja fjölmiðla um kreppuástand sé farin að auka á þann vanda sem blasi við. Eru ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu  hvattir til að
hætta gaspri um kreppu.  Íslenskt atvinnulíf standi á traustum grunni sem byggi á hæfu starfsfólki og kröftugum fyrirtækjum.

Þá er hafnað hugmyndum um upptöku evru sem lausn þess vanda sem nú blasi við.  Nýr gjaldmiðill sé mögulega leið, sem íslenskt þjóðfélag muni huga að í náinni framtíð en við núverandi aðstæður séu deilur um Evrópusambandsaðild og upptöku evru aðeins til þess fallnar að draga athygli frá hinum raunverulega vanda og drepa umræðunni á dreif.

„Allt tal um þjóðarsátt eins og umræðan er þessa dagana er skrumskæling þeirrar þjóðarsáttar sem vísað er til. AFL Starfsgreinafélag hafnar algjörlega þjóðarsátt sem á byggir á kjaraskerðingu félagsmanna sinna. Til að sátt náist í þjóðfélaginu um aðgerðir, þurfa allir hópar þess, stofnanir og fyrirtæki að koma að en á meðan fjármálaráðuneytið skrifar undir kjarasamninga sem tryggja einstaka hópum hálf mánaðarlaun almenns verkafólks í launahækkun verður slík sátt æ fjarlægari," segir einnig í ályktuninni.

Ályktun kjaramálaráðstefnu AFLs


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert