Stöðvaður útvegi hann ekki tryggingu

Marco hellti fimm lítrum af rauðum ávaxtalit í Strokk.
Marco hellti fimm lítrum af rauðum ávaxtalit í Strokk. Ljós­mynd/ face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti

Gefi listamaðurinn Marco Evaristti sig ekki fram við lögreglu vegna sektar sem hann hlaut fyrir brot á lögum um náttúruvernd, með því að hella rauðum ávaxtalit í Strokk, áður en hann heldur af landi brott á morgun mun lögregla stöðva hann í Leifsstöð.

Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um næstu skref í málinu í samráði við lögregluna á Suðurnesjum.

Fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur, svo og hrúður og hrúðurbreiður, 100 m2 að stærð eða stærri njóta sérstakrar verndar í lögum um náttúruvernd frá árinu 1999.

Evaristti sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag að eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga hérlendis sé hann búinn að ákveða að greiða ekki sektina. Hann segir gjörninginn hafa verið fallegan og að hann hafi farið mjög varlega. „Ég var mjög meðvitaður um að þetta hefði ekki skaðleg áhrif á umhverfið,“ sagði Evaristti og bætir við að liturinn sé nú þegar horfinn.

Fréttir mbl.is um málið:

Evaristti ætlar ekki að greiða sektina

Ekki list heldur sóðaskapur

Hellti ávaxtalit í Strokk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert