Tekinn á 156 km/h undir Hafnarfjalli

Danskur ferðamaður vissi upp á sig sökina þegar hann var stöðvaður fyrir hraðakstur undir Hafnarfjalli upp úr hádegi í dag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi mældist maðurinn á 156 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Maðurinn var sektaður um rúm 60 þúsund og þetta þýðir tveggja mánaða svipting ökuréttinda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert