Hamilton fengið nóg

Lewis Hamilton er á förum frá Mercedes
Lewis Hamilton er á förum frá Mercedes AFP/GIORGIO VIERA

Lewis Hamilton hefur fengið sig fullsaddan af því að vera ekki í titilbaráttu í Formúlu 1. Það stefnir í þriðja vonbrigðatímabilið í röð fyrir Mercedes liðið.

Mercedes tryggði sér 2. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili og Hamilton var þriðji í keppni ökuþóra en Red Bull tryggðu sér efstu sætin með töluverðum yfirburðum. Hamilton, sem hefur unnið sjö heimsmeistaratitla í Formúlu 1, hefur skrifað undir samning við Ferrari fyrir næsta tímbil.

„Þetta hefur verið erfiður tími. Auðvitað erum við í þessu til að vinna og þegar þú vinnur ekki þarftu að einbeita þér að því að bæta þig og elta forystusauðinn“. Sagði Hamilton um stöðu Mercedes liðsins. „Hvernig getum við bætt okkur? Ég hef notið reynslunnar en eftir þrjú ár er  ég búinn að fá nóg. Nú viljum við komast aftur á okkar réttmæta stað“.

Eins og áður segir er Hamilton á förum frá Mercedes eftir tólf ára tímabil. „Ég elska liðið mitt og ég er ekki á vegna þess að ég er óánægður með samband mitt við liðið. Mercedes hefur stutt mig síðan ég var 13 ára í gegnum súrt og sætt. Þetta eru skrýtnir tímar fyrir mig“.

Lewis Hamilton í kappakstrinum í Miami síðustu helgi
Lewis Hamilton í kappakstrinum í Miami síðustu helgi AFP/GIORGIO VIERA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert