Snýst ekki um kaffi og kleinur í ár

Valsmenn hafa verið þaulsetnir í fimmta sætinu undanfarin ár en margir hafa spáð því að þeir fari skrefinu lengra í ár og flestar spár gera ráð fyrir því að þeir endi í fjórða sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á þessu ári.

Jóhann Alfreð Kristinsson stuðningsmaður Vals og Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði spjölluðu við mbl.is sem heimsótti þá á Hlíðarenda til að forvitnast um þeirra væntingar fyrir sumarið.

Jóhann Alfreð heldur að sumarið verði gott hjá Valsmönnum og snúist ekki um kaffið og kleinurnar sem það hafi gert mörg árin sem liðið þeirra hafi verið í hálfgerðu miðjumoði. Hann er spenntur fyrir því að sjá nýjasta framherjann í liðinu sem sé með Birkis Bjarnasonar-holningu.

Haukur Páll telur að áhorfendur á Hlíðarenda fái að sjá góðan fótbolta hjá liðinu í sumar, enda hafi það skapað sér mörg færi og skorað mikið af mörkum í vetur. Haukur á fyrstu Evrópuleiki sína í vændum í sumar og segir að það sé draumur margra, ef liðið komst í gegnum einhverjar umferðir, að mæta Manchester United á Old Trafford.

Þetta og miklu meira í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Fjölnir: Í Fjölni eru allir stjörnur.
ÍA: ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Valsmenn byrjuðu tímabilið á því að vinna Meistarakeppni KSÍ.
Valsmenn byrjuðu tímabilið á því að vinna Meistarakeppni KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert