Í Fjölni eru allir stjörnur

Fjölnismenn jöfnuðu sinn besta árangur í fyrra þegar þeir höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, og þeir voru aðeins hársbreidd frá því að gera betur því Fjölnir fékk jafnmörg stig og Stjarnan sem endaði í fjórða sætinu.

Mbl.is heimsótti Herra Fjölni, Gunnar Má Guðmundsson, og stuðningsmanninn Nökkva Fjalar Orrason í Grafarvoginn og þeir voru spenntir fyrir komandi sumri.

Gunnar segir að Fjölnismenn stefni áfram ótrauðir á Evrópusæti, sem afar lítið hafi vantað uppá í fyrra að næðist. Metnaður félagsins væri mikill og það sæist best á þeim hópi útlendinga sem fengnir hefðu verið í vetur til að fylla í skörðin.

Nökkvi kveðst sakna þeirra sem fóru, eins og Arons, Bergsveins og Kennie Chopart, en í staðinn sé komð fullt af mönnum. Hann geri sérstaklega miklar væntingar til svila Jóns Jónssonar. Nökkvi segir að liðsheildin einkenni Fjölni. Þegar spurt sé um stjörnur liðsins  sé svarið að allir leikmenn séu stjörnur.

ÍA. ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Gunnar Már Guðmundsson hefur leikið með Fjölni í fjórum deildum.
Gunnar Már Guðmundsson hefur leikið með Fjölni í fjórum deildum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert