Bridgestone vinnur dekkjavalið og Microsoft smíðar rafeindastýringar

Stöðluð dekk frá Bridgestone verða undir öllum formúlubílunum.
Stöðluð dekk frá Bridgestone verða undir öllum formúlubílunum. reuters

Bridgestone, Microsoft Bridgestone mun sjá öllum keppnisliðum formúlunnar fyrir dekkjum undir bílana árin 2008, 2009 og 2010. Er það liður í ráðstöfunum Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) til að draga úr tilkostnaði við íþróttina, hraða bíla og jafna keppni.

Reyndar mun Bridgestone að öllum líkindum leggja liðunum öllum til dekk þegar á næsta ári þar sem franska dekkjafyrirtækið Michelin hefur ákveðið að hætta þátttöku í formúlu-1 í lok yfirstandandi keppnistímabils.

Michelin lýsti frá upphafi óánægju við þá ákvörðun FIA að öll liðin skyldu nota nákvæmlega eins dekk frá og með árinu 2008. Tók Michelin ekki þátt í útboði FIA er lýst var eftir dekkjaframleiðeindum sem vildu fá einkarétt á að leggja keppnisliðunum til dekk.

Auk þessa ákvað stjórn FIA í dag, að á sama þriggja ára tímabili muni Microsoft framleiða rafeindastýringar allra keppnisbíla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert