Toro Rosso prófar Bourdais

Sebastian Bourdais situr hér og vætir kverkar með Christijan Albers …
Sebastian Bourdais situr hér og vætir kverkar með Christijan Albers og Matthias Ekström eftir æfingar á Stade de France á keppni meistara meistaranna fyrir ári. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson

Franski ökuþórinn Sebastien Bourdais, meistari í bandarísku mótaröðinni ChampCar þrjú ár í röð, fær að spreyta sig hjá formúluliði Toro Rosso við bílprófanir í Jerez á Spáni í vikunni. Hann hefur um árabil reynt að komast til starfa í formúlunni.

Toro Rosso hefur ákveðið að skoða Bourdais og því fengið hann til að sinna tilraunaakstri í þrjá daga frá og með miðvikudeginum. Orðrómur segir að hann sé til skoðunar með tilliti til ráðningar sem keppnisþór á næsta ári.

Liðið hefur hvorki staðfest áframhaldandi ráðningu Vitantonio Liuzzi né Scott Speed þótt talsmenn þess hafi margsinnis sagt að ólíklega yrðu gerðar breytingar á skipan ökuþóra liðsins.

Þá er sérstaklega eftir því tekið að Toro Rosso afhenti engin ökuþóranöfn er það skilaði í síðustu viku þátttökutilkynningu fyrir keppni næsta árs til Alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA).

Bourdais er áfram samningsbundinn Newman-Haas liðinu í ChampCar en í þeim samningi er klásúla sem leysir hann undan samningnum sé honum boðið starf keppnisþórs í formúlu-1.

Tilraunaakstur Bourdais kemur mjög á óvart þar sem hann sagðist nýlega í stóru viðtali við franska íþróttadagblaðið L'Equipe búinn að afskrifa það að fá starf keppnisþórs í formúlu-1. Hann sagðist margsinnis hafa fengið boð um starf tilraunaþórs en engu tekið því í engu tilvikanna hafi viðkomandi treyst til að lofa því að starf keppnisþórs fylgdi ári seinna.

Bourdais vann á sínum tíma heimsmeistaratitil ökuþóra í formúlu-3000 áður en hann leitaði fyrir sér í hinni bandarísku systurkenni formúlunnar.

Bourdais kyssir Vanderbilt-bikarinn sem fylgir meistaratitlinum í CART-mótunum .
Bourdais kyssir Vanderbilt-bikarinn sem fylgir meistaratitlinum í CART-mótunum . ap
Bourdais á ferð á Newman-Haas bílnum.
Bourdais á ferð á Newman-Haas bílnum. ap
Bourdais á leið til sigurs .
Bourdais á leið til sigurs . ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert