18 milljóna króna tjón í veltu Heidfeld

Heidfeld kútveltist í Indianapolis.
Heidfeld kútveltist í Indianapolis. ap

BMW-liðið telur að tjón þess vegna óhapps Nick Heidfeld í upphafi kappakstursins í Indianapolis nemi um 300.000 svissneskum frönkum, eða jafnvirði rúmra 18 milljóna króna.

Óhappið sýndist skelfilegt í fyrstu, er bíll Heidfeld kútveltist út úr beygju eftir samstuð við aðra bíla. Auk þess sem yfirbyggingin skemmdist talsvert liggur mesta tjónið í því að fjöðrunarbúnaður bílsins gjöreyðilagðist.

Svissneska blaðið Blick skýrir frá þessu í dag og ber tæknistjórann Willy Rampf fyrir sig sem heimildarmann. Að hans sögn skemmdist innri kassi bílsins ekki.

Sjálfur sagði Heidfeld eftir óhappið að höggin við velturnar fjórar eða fimm hafi ekki verið svo þung.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert