Sigurður Elvar formaður Samtaka íþróttafréttamanna

Sigurður Elvar Þórólfsson er nýr formaður Samtaka íþróttafréttamanna.
Sigurður Elvar Þórólfsson er nýr formaður Samtaka íþróttafréttamanna. mbl.is/Kristinn

Sigurður Elvar Þórólfsson á Morgunblaðinu var í dag kjörinn formaður Samtaka íþróttafréttamanna á aðalfundi samtakanna og bar þar sigurorð af Adolfi Inga Erlingssyni á RÚV í formannskjöri.

Sigurður Elvar tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið formaður undanfarin þrjú ár en er hættur störfum á Stöð 2. Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir átta ára stjórnarsetu og í hans stað var Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vísi kjörinn í stjórn. Jón Kristján Sigurðsson á Skinfaxa var endurkjörinn í stjórn.

Þá voru kjörnir varamenn þeir Skúli Unnar Sveinsson á Morgunblaðinu og Hrafnkell Kristjánsson á RÚV.

Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð árið 1956 og um þau má fræðast á heimasíðu þeirra, www.sportpress.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert