Kolbeinn á leið í titilbardaga

Kolbeinn Kristinsson er ósigraður.
Kolbeinn Kristinsson er ósigraður. Ljósmynd/Aðsend

Hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson mun berjast um titil 1. júní næstkomandi er hann berst við Mika Mielonen frá Finnlandi á hnefaleikakvöldi í bænum Jarvenpaa, rétt utan höfuðborgarinnar Helsinki.

Munu þeir berjast átta lotu bardaga upp á Baltic Boxing Union-beltið, sem er laust sem stendur.

Kolbeinn, sem er 36 ára, hefur unnið alla 14 bardaga sína. Með sigri á Mielonen kemur hann sér á meðal 80 efstu þungavigtarmanna heims og með því opnast margir möguleikar, t.d. að berjast á stærstu hnefaleikakvöldum heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert