Gegn eðli neyðarlaganna

Icesave.
Icesave.

Fulltrúar almennra kröfuhafa viðruðu ítrekað hugmyndir sínar að lausn Icesave-deilunnar við fulltrúa íslenskra stjórnvalda. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins.

Þær hafi hins vegar verið knúnar áfram af kröfum alþjóðlegra fjármálastofnana, sem vegna forgangsréttar innistæðueigenda sáu fram á að fá ekkert eða í besta falli mjög lítinn hlut upp í sínar kröfur við slitameðferð Landsbankans.

Eðli málsins samkvæmt felur hugmynd óvörðu kröfuhafanna í sér að mögulegar endurheimtur þeirra úr þrotabúi Landsbankans yrðu meiri en ella. Rósa segir það ganga gegn eðli neyðarlaganna, en kjarni þeirra hafi verið að slá vörð um innistæðueigendur, að því er farm kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK