Jón kjörinn í stjórn N1

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson mbl.is/RAX

Jón Sig­urðsson, einn eig­enda fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA og fyrr­um for­stjóri FL Group, var í dag kjörinn í stjórn eldsneytisfélagsins N1. Þetta kemur fram í niðurstöðum hluthafafundar félagsins sem fram fór síðdegis í dag.

Á fundinum var einnig tilkynnt að félaginu hefði borist úrsögn Herdísar Drafnar Fjeldsted og Kristjáns Ágústsonar úr varastjórn félagsins. Þá var tillaga um breytingar á samþykktum sem mælir fyrir um brottfall ákvæðis um varamenn í stjórn félagsins samþykkt.

Jón Sigurðsson bauð sig nú fram í stjórn félagsins í annað sinn, en hann gerði það einnig fyrr á þessu ári, fyr­ir aðal­fund fé­lags­ins, eins og fram kom í frétt mbl.is. Þá dró hann fram­boð sitt hins veg­ar til baka. Hann sagði ástæðuna vera þá að Kaup­höll­in hafi til­kynnt fé­lag­inu að hún hefði efa­semd­ir um hæfi Jóns til að gegna stjórn­ar­störf­um í skráðu fé­lagi.

Helga Björk Eiríksdóttir gaf einnig kost á sér í stjórnina.

Fréttir mbl.is:

Jón vill aftur í stjórn N1

Jón Dró framboð sitt til baka

Niðurstöður hluthafafundar N1

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK