40 milljarða fjárfesting í Bretlandi

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline tilkynnti í morgun um risa fjárfestingu í …
Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline tilkynnti í morgun um risa fjárfestingu í Bretlandi. Skjáskot/BBc

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline (GSK) tilkynnti í morgun um 275 milljóna punda fjárfestingu fyrirtækisins í þremur lyfjaverksmiðjum þess. Fjárfesting fyrirtækisins hefur létt á áhyggjum vegna fyrirhugaðrar úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 23. júní sl. 

Í tilkynningu frá félaginu segir að Bretland sé enn eftirsóknarvert þrátt fyrir fyrirhugaða úrsögn.

Fjárfestingunni, sem jafngildir rétt tæpum 44 milljörðum króna, er ætlað að auka framleiðslugetu lyfjafyrirtækisins og styrkja frekar við framleiðslu þess á nýjum öndunar- og líffræðilegum lyfjum.

Verður henni varið til þriggja verksmiðja; í Barnard Castle í norðausturhluta landsins, Ware í suðausturhluta landsins og Montrose í Skotlandi, að því er fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu. Stærstur hluti framleiðslunnar er fluttur úr landi.

Um sex þúsund manns starfa hjá GSK í níu verksmiðjum lyfjafyrirtækisins í Bretlandi og mun fjárfestingin leiða til þess að fleiri störf skapast hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK