Fékk nóg og keypti sér fjölskyldu

Ljósmyndir Suzanne Heintz ertu virkilega flottar og skemmtilegar.
Ljósmyndir Suzanne Heintz ertu virkilega flottar og skemmtilegar. Ljósmynd/Suzanne Heintz

Ljósmyndarinn Suzanne Heintz var búin að fá sig fullsadda af því að vera alltaf spurð: „Þú ert svo indæl stúlka, af hverju ert þú ekki gift?“

Móðir hennar var jafnvel farin að hafa áhyggjur af henni og sagði við hana: „Suzy, það er enginn fullkominn. Þú verður bara að velja einhvern, ef þú ætlar að eignast fjölskyldu.“ Þetta varð til þess að Heintz fékk kast á móður sína og benti henni á að hún gæti ekki bara keypt sér fjölskyldu. En síðan fékk hún hugmynd. Hún keypti fjölskyldu... bara gínufjölskyldu. Úr varð verkefnið Kodak Augnablik, en verkefnið samanstendur af ljósmyndum af henni með fjölskyldu hennar sem hún keypti, samkvæmt heimildum Huffington Post.

„Mitt eigið heimili var bakgrunnurinn á fyrstu ljósmyndinni. Næsta áratug tók ég svo myndir af okkur á ferðalagi, sem kaldhæðið svar við fjölskyldupóstkortunum,“ sagði Heintz, samkvæmt heimildum Huffington Post. Það var þá sem verkefnið breyttist, það er að segja er þau fóru saman í ferðalag. „Ég sá möguleikana í því að taka ljósmyndirnar á almanna færi. Að sjá mig vinna með gínurnar er mjög fyndið. Tilgangurinn er að fá fólk til að endurskoða það hvernig það sér fyrir sér hefðbundið líf,“ sagði Heintz.

Hún sagði einnig að tímarnir sem við lifðum á væru furðulegir í sögu kvenna. „Ekki misskilja mig. Ég er mjög ánægð með  að hafa fæðst og upplifað þessa tíma. Ég hef meira val og tækifæri en aðrar kynslóðir kvenna sem komu á undan mér, en hlutverkin hafa aldrei verið erfiðari og flóknari. Skilaboðin sem við fáum frá fyrri kynslóðum og núverandi kynslóðum. Konur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og það er ekki fullnægjandi að gera bara eitthvað eitt. Þær þurfa að mennta sig, ná langt í starfsframa, eiga falleg heimili, ná árangri, eiga fjölskyldu og vera upplýstar. Ef eitthvað af þessu vantar þá er eitthvað að lífi þínu. Við erum einhvernvegin ekki nóg, bara eins og við erum,“ sagði ljósmyndarinn.

Meðfylgjandi er myndband af Suzanne Heintz þar sem hún segir frá verkefninu. 

Suzanne Heintz með fjölskyldu sinni.
Suzanne Heintz með fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Suzanne Heintz á skautum, með manninum sínum og dóttur.
Suzanne Heintz á skautum, með manninum sínum og dóttur. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Suzanne Heintz í garðavinnu með dóttur sinni.
Suzanne Heintz í garðavinnu með dóttur sinni. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Ljósmynd Suzanne Heintz.
Ljósmynd Suzanne Heintz. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Fjölskyldan í bíltúr.
Fjölskyldan í bíltúr. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Fjölskyldan á skíðum.
Fjölskyldan á skíðum. Ljósmynd/Suzanne Heintz
Fjölskyldan fyrir framan Eiffel-turninn.
Fjölskyldan fyrir framan Eiffel-turninn. Ljósmynd/Suzanne Heintz
hugguleg stund í garðinum.
hugguleg stund í garðinum. Ljósmynd/Suzanne Heintz
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál