Fallin fyrir sveppunum

Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti, er algjörlega fallin fyrir sveppunum.
Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti, er algjörlega fallin fyrir sveppunum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ég er algjörlega fallin fyrir sveppunum! Lækningasveppum, það er að segja,“segir næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir og bætir við: „Ég hlustaði á dögunum á einn færasta grasafræðing og grasalækni heims halda erindi um sveppi og það má segja að þá hafi augu mín opnast til fulls varðandi öflugan lækningamátt þeirra. Ég hef verið að ráðleggja mörgum að taka inn, Solaray „Mushroom complete“ blönduna sem fær fyrstu einkunn grasalækna. Hún inniheldur margar af öflugustu lækningasveppum jarðar og er algjör bomba!“

Notkun lækningasveppa á sér mörg þúsund ára sögu en þó er það ekki fyrr en á síðustu 20 árum að þeir hafa verið rannsakaðir að gagni og þekking varðandi þá hefur orðið almennari.

„Það eru líklega til um 1,5 milljónir sveppategunda, en einungis um 200 þeirra eru þekktar og nýttar til lækninga.

Áhugavert er að sveppir líkjast í raun meira dýrum en gróðri. Þeir hafa hormónakerfi og fleira sem plöntur hafa ekki og virðast tjá sig innan sinna samfélaga á ákveðinn hátt. Merkilegar lífverur svo ekki sé meira sagt.

Sveppi má taka inn stöðugt, það þarf ekki að taka hlé eins og æskilegt er með margar jurtir, þar sem líkaminn skynjar lækningasveppi sem fæðu en ekki bætiefni.“

Kostir lækningasveppa eru:

1. Geta haft góð áhrif á kynorku og frjósemi.

2. Geta ýtt undir þyngdartap og blóðsykursstjórnun.

3. Eru þekktir fyrir að geta haft góð áhrif á minnið.

4. Geta styrkt ónæmiskerfið.

5. Eru taldir hafa krabbameinshamlandi virkni.

6. Geta hjálpað mannslíkamanum að berjast gegn vírusum, eins og inflúensu, herpes og einkyrningasótt.

7. Geta virkað bólgueyðandi og hjálplegir við gigtar og sjálfsónæmissjúkdómum.

8. Eru almennt talin vera nærandi fyrir taugakerfið og stuðla að betri andlegri líðan.

Inga Kristjánsdóttir, mælir með þessum töflum.
Inga Kristjánsdóttir, mælir með þessum töflum. Ljósmynd/Solaray
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál