„Ég var búin að gefast upp á að létta mig“

Valgerður Falk Rúnarsdóttir ein ein af keppendunum í Biggest Loser …
Valgerður Falk Rúnarsdóttir ein ein af keppendunum í Biggest Loser Ísland.

Valgerður Hjördís Falk Rúnarsdóttir 48 ára gamall ljósmyndari er ein af þeim sem tekur þátt í Biggest Loser Ísland en sýningar hefjast á þáttaröð tvö á SkjáEinum í janúar. Valgerður er 130 kg og segist alltaf hafa verið með aukakíló. 

Hefur þú alltaf verið svona þung? Nei, misþung en alltaf með aukakíló.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, alveg ótrúlega oft.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser ferlinu? Erfiðast var að fara frá börnunum mínum og geta ekki verið í sambandi við þau nema að takmörkuðu leiti, en ég held að það sem hafi verið langerfiðast var að vinna í sjálfri mér. Ég fékk nægan tíma til þess og las ýmsar sjálfshjálparbækur ásamt því að skrifa dagbók og það sem kom mér mest á óvart eftirá var hve miklu ég hafði áorkað á þessum tíma sem ég var á Ásbrú, bæði andlega og líkamlega.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Að það sé aldrei of seint að byrja nýjan lífsstíl, ég var búin að gefast upp á að létta mig, hreyfði mig lítið né spáði ekkert eða lítið í mataræðinu og sófinn var besti vinur minn ásamt tölvunni. Þunglyndi bættist við þetta allt saman. Ég ætla aldrei í þennan pakka aftur því lífið er að byrja hjá mér núna, mér líður mjög vel og hreyfingin gerir mér mjög gott ásamt því að sjálfstraustið er að aukast. Þið sem eruð að spá í að gera eitthvað í ykkar málum þá er bara að byrja, þetta er allt spurning um vilja og að taka ákvörðun, ég mæli eindregið með námskeiðum hjá Rebook sem heita „Nýtt Líf“ og eru fyrir fólk sem þarf að losa sig við 20kg+ algjör snilld. 

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já, þyngdin hefur haft áhrif á mjög margt hjá mér í gegnum árin.

Hvað myndir þú vilja vera þung? 75-80 kg.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera með börnunum mínum og barnabarni, vera til staðar fyrir þau og ljósmyndunin, ég lifi og hrærist í henni, ég er sífellt að hugsa um myndefni og er alltaf með myndavélina með mér, hvert sem ég fer. Einnig virðist ég aldrei ætla að losna við bíladelluna í mér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál