Erfiðast að deila leyndarmálunum með alþjóð

Karl Ingi Björnsson tekur þátt í Biggest Loser Ísland.
Karl Ingi Björnsson tekur þátt í Biggest Loser Ísland.

Karl Ingi Björnsson er einn af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland sem byrjar á SkjáEinum í janúar. Hann er 26 ára öryggisvörður og vegur 160,8 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þungur? Hef eiginlega alltaf verið of þungur en mismikið í gegnum tíðina, en síðustu ár hef ég náð toppnum og verið mest um 168 kg.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, ekki spurning. Ég hef oft lent í því. Maður fær mjög oft einhverjar augngotur og jafnvel leiðindaathugasemdir þegar maður er til dæmis einhvers staðar þar sem fólki finnst að feitabollur eigi ekki heima, til dæmis ef maður fer inn í einhverja hátískuverslun þar sem maður passar augljóslega ekki i neitt eða ef maður var að kaupa sér eitthvert gúmmelaði í matvöruverslunum. En ég held samt að fólk átti sig oft ekki á því að það horfir furðulega á mann.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Það erfiðasta var einfaldlega að sækja um, fyrsta skrefið er alltaf erfiðast, en þar á eftir var mjög erfitt að þurfa að slíta sig úr daglegu lífi og fara frá fjölskyldu og vinum og búa í algerri einangrun á Ásbrú og þurfa að deila sínum „leyndarmálum“ með alþjóð.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Taktu fyrsta skrefið, það er alltaf erfiðast, og sættu þig við það að það verða hæðir og lægðir en ekki gefast upp, þetta er þess virði.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já, algerlega, hún hefur gert það. Ég hef ekki getað gert margt af því sem mig hefur dreymt um út af lélegu líkamlegu formi.

Hvað myndir þú vilja vera þungur? Stefni á að ná 95-100 kg.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Fjölskyldan mín og vinir og það að vera ánægður með sjálfan mig eins og ég er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál