Gerðu pallinn upp fyrir litla peninga

Það er mun auðveldara en þig grunar að gera pallinn þannig að hann verði eins og nýr. Það eina sem þú þarft er rétt hreinsiefni og viðarpallaolía. Í nýjum þáttum, Upp á eigin spýtur, nýt ég aðstoðar Guðjóns Finns Drengssonar, sölumanns í Slippfélaginu, og förum við yfir viðhald á húseignum á einfaldan og ódýran hátt.

Hreinsiefnið sem við notuðum á pallinn heitir Delfin Trallrent frá Alcro. Þegar búið var að hreinsa pallinn vel bárum við Viðarpallaolíu á hann. Liturinn heitir koksgrár. Efnin fást í Slippfélaginu.

Farið var tvær umferðir á pallinn með pallaolíunni. 

Pallurinn fyrir og eftir. Eins og sést á myndinni er …
Pallurinn fyrir og eftir. Eins og sést á myndinni er mjög mikill munur. Viðurinn var þurr og drakk í sig pallaolíuna. Ljósmynd/Hrefna María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál