Svona færðu pottþétt fullnægingu

Þessi listi ætti að tryggja að þú fáir fullnægingu.
Þessi listi ætti að tryggja að þú fáir fullnægingu.

Kvikmyndir gefa gjarnan ranga mynd af því hvernig það er að fá fullnægingu. Konurnar í kvikmyndum fá það yfirleitt áreynslulaust en í raunveruleikanum er þetta oft öðruvísi, það kemur jafnvel fyrir að konur geta hreinlega ekki fengið fullnægingu. En hér kemur listi sem kynlífsfræðingurinn Jenny Block tók saman fyrir vefinn Glamour. Á listanum eru atriði sem ættu að hjálpa hvaða konu sem er að fá fullnægingu.

1. Njóttu augnabliksins

„Þú þarft að vera til staðar og einbeita þér að því sem þú ert að gera. Útilokaðu allar aðrar hugsanir en tilfinninguna um fullnæginguna sem þú ert að fara að fá. Ekki pæla í því hvernig þú lítur út, þú ert kynþokkafull.“

2. Talaðu við makann meðan á kynlífi stendur

Þetta atriði er afar mikilvægt en samt sem áður virða það mjög fáir að sögn Block. „Ef makinn er ekki á réttum stað, fer of hratt eða gerir eitthvað vitlaust láttu hann þá vita,“ segir Block. Makinn vill að þér líði sem best og til að hann nái því markmiði þarf hann að fá að vita hvað mætti betur fara. Ef þér finnst erfitt að byrja að gagnrýna hann er sniðugt að segja hluti eins og: „Ég elska þegar þú snertir mig þarna.“

3. Vertu dugleg að hreyfa þig

Mannslíkaminn er hannaður til að hreyfa sig. Hreyfing og titringur búa konur undir fullnægingu. Því er sniðugt að hreyfa sig og nota mjaðmirnar í stað þess að liggja í rúminu líkt og letidýr.

4. Ekki pæla í tímanum

Þó svo að forleikurinn hafi tekið langan tíma skaltu ekki stressa þig á klukkunni, njóttu kynlífsins. Það getur tekið tíma að fá góða fullnægingu.

5. Gefðu frá þér hljóð

Stunur, dónatal, hvísl eða öskur; gerðu það sem þú vilt. Kynlíf er líkams-, hugar- og sálaræfing og það hjálpar ef þú leyfir öllum þessum sviðum að njóta sín að sögn Block.

Það getur tekið tíma fyrir konur að fá fullnægingu.
Það getur tekið tíma fyrir konur að fá fullnægingu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál