Áhugasöm um munn- og endaþarmsmök

Lesendur Smartlands Mörtu Maríu hafa mjög mikinn áhuga á kynlífi.
Lesendur Smartlands Mörtu Maríu hafa mjög mikinn áhuga á kynlífi.

Eitt helsta hugðarefni þjóðarinnar; kynlíf, var að sjálfsögðu tekið fyrir á Smartlandi þar sem allar hliðar lífsins eru kannaðar. Þegar árið er skoðað er augljóst að ýmislegt féll meira í kramið en annað hjá lesendum og eftirfarandi atriði það sem er kynverum Íslands hvað efst í huga:

  •  Fólk var nýjungagjarnt í ár en ein vinsælasta kynlífsfrétt Smartlands fjallaði um hvað væri hægt að prófa nýtt og krydda kynlífið með. Má þar nefna símakynlíf, kynlíf í aftursæti á bíl, í búningum, á almannafæri (hljóðlátt þó) og kynlíf í baði. 
  • Það þarf enginn að skammast sín fyrir að spá í stjörnumerkjafræði og greinilegt að stór hópur gerir það. Þannig vildu margir komast að því hvernig stjörnumerkin eru í rúminu og komast að því að Meyjan getur verið að í heilan dag, Sporðdrekinn er hrifinn af því að klæmast og Hrúturinn vill endalausa spennu.
  • Fjallað var um ráð kynlífsfræðingsins Adina Rivers sem segist vita allt um það hvernig gefa eigi karlmanni hin fullkomnu munnmök og njóta þess sjálfur um leið. Til að sú stund sé skemmtileg má stríða, láta í sér heyra og nota sleipiefni.
  • Þá var líka farið út í hvernig konur fá sem mest út úr því að vera gefin munnmök. Í því gildir hið sama; stríðni, fylla konuna vellíðan, fjölbreytni og að sjálfsögðu að gleyma ekki G-blettinum.
  • Fjallað var um svissneska rannsókn á því hvernig konur sjá hið fullkomna typpi fyrir sér. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að konur vilja að það líti almennt vel út, sé ekki með ör, fæðingarbletti eða önnur lýti. Þá vilja konur að skapahár séu sýnileg. 
  • Sjálfsmyndir meðan á kynlífi stendur er að verða dagleg venja og skiptir engu máli á hvaða aldri fólk er. Bæði á þetta við um myndir og myndbönd en í Bretlandi hafa til að mynda 71% karlmanna og 69% kvenna tekið sjálfmynd meðan á kynlífi stendur. Hérlendis hefur þetta ekki verið kannað. 
  • Þá var mikill áhugi fyrir því hvernig er pottþétt hægt að fá fullnægingu. Lykilatriðin þar er að gefa sér tíma, tala saman, gefa frá sér hljóð og vera duglegur að hreyfa sig í rúminu.
  • Fjallað var um endaþarmsmök og hvernig öruggast er að stunda þau og þá hvernig. Meðal annars er gott að nota smokk sem ver fyrir sýklum og mælt er gegn því að setja liminn beint inn í leggöng eftir að hann hefur verið í endaþarmi. Þá er mikilvægt að slaka vel á og fara sér hægt og stoppa ef fólk finnur fyrir sársauka.
  • Að lokum má nefna að ekki aðeins var fjallað um kynlíf heldur líka kynlífsleysi og hvað gerist þegar fólk hættir að stunda kynlíf. Meðal þess er að fólk finnur fyrir meiri streitu, ónæmiskerfið veikist, það er aukin hætta á blöðruhálskrabbameini. Það jákvæða er að fólk fær síður þvagfærasýkingar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál