Það verður enginn ríkur af þessu

Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.
Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta Lee eins og hún er kölluð, leikstýrði myndbandinu So Tied Up með hljómsveitinni Cold War Kids. Tóta býr í Los Angeles þar sem hún starfar við kvikmyndagerð. Hún komst í fréttir á dögunum þegar hún leikstýrði myndbandi Red Hot Chili Peppers en þeir héldu einmitt tónleika hérlendis á dögunum.

Í samtali við Smartland segir Tóta að Cold War Kids sé frekar vinsæl í Los Angeles og það hafi eiginlega verið sonur hennar sem sagði við hana að hún yrði að taka þetta verkefni að sér. 

„Lagið heitir So Tied Up og fjallar um þann öldugang sem fellst í því að vera í ástarsambandi,“ segir Tóta en í myndbandinu eru dregnar fram dramatískar hliðar á sambandinu. 

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er ...
Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar.

Þegar ég spyr hana hvað hafi verið henni efst í huga þegar hún leikstýrði myndbandinu er hún hreinskilin.

„Ég hugsaði um manninn minn og alla fyrrverandi kærastana mína,“ segir hún. 

Hvernig er svona myndband unnið? 

„Ég er með umboðskonu hér í bæ sem sér um að útvega mér verkefni. Hún sendir mér lagið, hvort hljómsveitin hafi einhverjar óskir og hvað þetta má kosta. Svo segi ég henni hvort að ég hafi áhuga. Fyrst skrifaði ég hugmyndir fyrir öll lög sem mér voru send, en núna er það of tímafrekt og ég skrifa bara þegar ég tengi við lagið. Ég átti reyndar frekar erfitt með að koma upp með hugmynd fyrir þetta lag, en sonur minn fílar hljómsveitina og skipaði mér að leggja höfuðið í bleyti. Þá spratt upp þessi saga um hjónin sem stöðugt drepa hvort annað. í upphafi átti þetta að vera hrein Hitchcock tilvísun, en svo fór samstarfið við alla sem komu að þessu að blanda hverskonar hugmyndum í frummyndina, stundum mér til mikillar ánægju, en ekki alveg alltaf,“ segir Tóta. 

Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.
Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum. 

„Þetta hús er reyndar í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar. Ég var ekkert rosa spennt þegar þeir tilkynntu mér að þeir væru með hús í huga, yfirleitt eru þannig viðskipti ekki af hinu góða, en viðmót mitt breyttist um leið og ég fékk að skoða það. Þarna voru allar innréttingar upprunalegar og ótrúlega fallegur panill á veggjunum,“ segir hún. 

Það gekk á ýmsu við gerð myndbandsins. 

„Vinur minn klessti flotta gamla Bensan sinn á leiðinni í tökur þannig að hann endaði að borga með verkefni sem hann var að gera mér greiða á, þannig er aldrei gaman. Ég kom með öxina mína að heiman og proppsarinn fann eftirlýkingu úr gúmmí í sömu stærð. Þegar tökumaðurinn Ben Hardwicke sá öxina fór hann að skelli hlæja, því þetta var barbí stærð og væri aldrei hægt að nota í að höggva eldivið. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Það er líka erfitt að höggva eldivið, þannig ég var smá kvíðinn að fara í gegnum þetta með leikaranum, en svo kom í ljós að hann hafði unnið sem skógarhöggsmaður.

Þetta myndband var framleitt fyirir eina og hálfa milljón íslenskra króna og það hefði aldrei tekist ef ég hefði ekki haft íslensku vinkonu mína Söru Nassim með mér í liði. Við kynntumst þegar við unnum saman í Noah, svo fórum við saman í AFI þar sem hún framleiddi útskriftar myndina mína Zelos. Sara er alltaf að vinna að einhverjum stórmyndum og hefur aldrei tíma til að sinna mér, en sem betur fer var hún laus til að hjálpa okkur. Eftir á áttaði ég mig á að þetta hefði aldrei tekist án hennar. Þetta voru erfiðar tökur 90% stedicam sem er tímafrekt og við höfðum bara takmarkaða stund í húsinu, því tökuleyfi eru mjög ströng í íbúðarhverfum. Það er líka alltaf flókið þegar maður er með vopn í mynd, það vill enginn leikstjóri lenda í því að einhver meiðist. Sara er svo mikill reynslubolti að ég var ekkert í því að setja á mig gamla framleiðanda hattinn,“ segir hún. 

Útsýnið úr stofunni er magnað.
Útsýnið úr stofunni er magnað.

Tóta segir að það sé góð reynsla að framleiða svona myndband en það sé ekki góð leið ef fólk ætlar að moka inn peningum.

„Þetta er allt reynsla. Það er ekki mikill peningur í tónlistarmyndböndum, þannig að ég stekk í þetta til að öðlast reynslu sem leikstjóri á meðan ég er að skrifa og þróa bíómyndir. Ég er enn að skrifa Zelos í fullri lengd og það er mikil pressa á mér að klára það. Síðan var ég valin í stórmyndaþjálfun fyrir konur hjá Fox og það prógram er enn í fullum gangi,“ segir hún. 

Hljómsveitin á tökustað.
Hljómsveitin á tökustað.
Tóta Lee í vinnunni.
Tóta Lee í vinnunni.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
mbl.is

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

20:00 Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

í gær „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í gær Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

64 ára með tískublogg ársins

í gær Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í gær Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í gær Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í gær „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

11.12. Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »