Það verður enginn ríkur af þessu

Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.
Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta Lee eins og hún er kölluð, leikstýrði myndbandinu So Tied Up með hljómsveitinni Cold War Kids. Tóta býr í Los Angeles þar sem hún starfar við kvikmyndagerð. Hún komst í fréttir á dögunum þegar hún leikstýrði myndbandi Red Hot Chili Peppers en þeir héldu einmitt tónleika hérlendis á dögunum.

Í samtali við Smartland segir Tóta að Cold War Kids sé frekar vinsæl í Los Angeles og það hafi eiginlega verið sonur hennar sem sagði við hana að hún yrði að taka þetta verkefni að sér. 

„Lagið heitir So Tied Up og fjallar um þann öldugang sem fellst í því að vera í ástarsambandi,“ segir Tóta en í myndbandinu eru dregnar fram dramatískar hliðar á sambandinu. 

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er ...
Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar.

Þegar ég spyr hana hvað hafi verið henni efst í huga þegar hún leikstýrði myndbandinu er hún hreinskilin.

„Ég hugsaði um manninn minn og alla fyrrverandi kærastana mína,“ segir hún. 

Hvernig er svona myndband unnið? 

„Ég er með umboðskonu hér í bæ sem sér um að útvega mér verkefni. Hún sendir mér lagið, hvort hljómsveitin hafi einhverjar óskir og hvað þetta má kosta. Svo segi ég henni hvort að ég hafi áhuga. Fyrst skrifaði ég hugmyndir fyrir öll lög sem mér voru send, en núna er það of tímafrekt og ég skrifa bara þegar ég tengi við lagið. Ég átti reyndar frekar erfitt með að koma upp með hugmynd fyrir þetta lag, en sonur minn fílar hljómsveitina og skipaði mér að leggja höfuðið í bleyti. Þá spratt upp þessi saga um hjónin sem stöðugt drepa hvort annað. í upphafi átti þetta að vera hrein Hitchcock tilvísun, en svo fór samstarfið við alla sem komu að þessu að blanda hverskonar hugmyndum í frummyndina, stundum mér til mikillar ánægju, en ekki alveg alltaf,“ segir Tóta. 

Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.
Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum. 

„Þetta hús er reyndar í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar. Ég var ekkert rosa spennt þegar þeir tilkynntu mér að þeir væru með hús í huga, yfirleitt eru þannig viðskipti ekki af hinu góða, en viðmót mitt breyttist um leið og ég fékk að skoða það. Þarna voru allar innréttingar upprunalegar og ótrúlega fallegur panill á veggjunum,“ segir hún. 

Það gekk á ýmsu við gerð myndbandsins. 

„Vinur minn klessti flotta gamla Bensan sinn á leiðinni í tökur þannig að hann endaði að borga með verkefni sem hann var að gera mér greiða á, þannig er aldrei gaman. Ég kom með öxina mína að heiman og proppsarinn fann eftirlýkingu úr gúmmí í sömu stærð. Þegar tökumaðurinn Ben Hardwicke sá öxina fór hann að skelli hlæja, því þetta var barbí stærð og væri aldrei hægt að nota í að höggva eldivið. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Það er líka erfitt að höggva eldivið, þannig ég var smá kvíðinn að fara í gegnum þetta með leikaranum, en svo kom í ljós að hann hafði unnið sem skógarhöggsmaður.

Þetta myndband var framleitt fyirir eina og hálfa milljón íslenskra króna og það hefði aldrei tekist ef ég hefði ekki haft íslensku vinkonu mína Söru Nassim með mér í liði. Við kynntumst þegar við unnum saman í Noah, svo fórum við saman í AFI þar sem hún framleiddi útskriftar myndina mína Zelos. Sara er alltaf að vinna að einhverjum stórmyndum og hefur aldrei tíma til að sinna mér, en sem betur fer var hún laus til að hjálpa okkur. Eftir á áttaði ég mig á að þetta hefði aldrei tekist án hennar. Þetta voru erfiðar tökur 90% stedicam sem er tímafrekt og við höfðum bara takmarkaða stund í húsinu, því tökuleyfi eru mjög ströng í íbúðarhverfum. Það er líka alltaf flókið þegar maður er með vopn í mynd, það vill enginn leikstjóri lenda í því að einhver meiðist. Sara er svo mikill reynslubolti að ég var ekkert í því að setja á mig gamla framleiðanda hattinn,“ segir hún. 

Útsýnið úr stofunni er magnað.
Útsýnið úr stofunni er magnað.

Tóta segir að það sé góð reynsla að framleiða svona myndband en það sé ekki góð leið ef fólk ætlar að moka inn peningum.

„Þetta er allt reynsla. Það er ekki mikill peningur í tónlistarmyndböndum, þannig að ég stekk í þetta til að öðlast reynslu sem leikstjóri á meðan ég er að skrifa og þróa bíómyndir. Ég er enn að skrifa Zelos í fullri lengd og það er mikil pressa á mér að klára það. Síðan var ég valin í stórmyndaþjálfun fyrir konur hjá Fox og það prógram er enn í fullum gangi,“ segir hún. 

Hljómsveitin á tökustað.
Hljómsveitin á tökustað.
Tóta Lee í vinnunni.
Tóta Lee í vinnunni.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
mbl.is

Grænmetisætur eru ekki veikari

06:00 Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »

Limstærðin ekki vandamál

Í gær, 23:30 „Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan.“ Meira »

Beckham póstar mynd af Daníel Darra

Í gær, 20:41 Viktoría Beckham birti mynd af syni Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur á Instagram þar sem hann og sonur hennar drekka eplasafa úr vínglösum við sundlaugarbakka. Meira »

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

Í gær, 18:00 Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

Í gær, 15:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

Í gær, 12:00 Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

í gær Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

Í gær, 09:29 Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

í fyrradag Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

í fyrradag „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

í fyrradag „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

í fyrradag Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

17.10. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

16.10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

16.10. Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

í fyrradag Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

16.10. „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

16.10. Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

16.10. Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »