Viðtal við Guðjón Þórðarson. Viðtal við Ólaf Jóhannesson. ">

FH landaði naumum sigri í markaleik á Akranesi

Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson
Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

FH hafði betur, 3:2, gegn ÍA í fyrsta leik ársins í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Skagamenn voru einum færri megnið af leiknum og voru nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik. Þórður Guðjónsson skoraði annað mark ÍA á 58. mínútu með glæsilegu skoti. Matthías Guðmundsson skoraði þriðja mark Íslandsmeistaraliðsins á 51. mínútu en áður höfðu þeir Arnar Gunnlaugsson og Tryggvi Guðmundsson skorað. Bjarni Guðjónsson skoraði mark ÍA og Árni Thor Guðmundsson fékk rautt spjald á 24. mínútu. Textalýsing frá leiknum er hér fyrir neðan. Viðtal við Guðjón Þórðarson. Viðtal við Ólaf Jóhannesson.

93. mín. Jóhannes Valgeirsson flautar til leiksloka.

90. mín. Helgi Magnússon varnarmaður ÍA bjargar í horn áður en Tryggvi Guðmundsson nær skoti að marki.

87. mín. Arnar Gunnlaugsson fer af leikvelli hjá FH og inná kemur Dennis Siim.

81. mín. Daði Lárusson markvörður FH bjargar á marklínu eftir hornspyrnu frá Þórði Guðjónssyni. Skömmu áður skallaði Matthías Vilhjálmsson boltann í átt að eigin marki og fór boltinn rétt framhjá.

76. mín. Matthías Guðmundsson fer af velli hjá FH og Matthías Vilhjálmsson kemur í hans stað.

71. mín. Kári Steinn Reynisson kemur inn í lið Skagamanna fyrir Guðjón Sveinsson.

70. mín. Ólafur Jóhannesson þjálfari FH gerir fyrstu breytinguna á sínu liði. Arnar Gunnlaugsson fer af velli en Atli Guðnason kemur inná.

69. mín. Guðjón Sveinsson varnarmaður ÍA fær gult spjald eftir brot á Matthíasi Guðmundssyni.

65. mín. Skagamenn hafa heldur sótt í veðrið að undanförnu.

Mark - 58. mín. Þórður Guðjónsson fékk boltann í vítateignum og snéri hann sér við og þrumaði hann boltanum að marki. Boltinn fór í þverslánna og þaðan í stöngina áður en hann fór yfir marklínuna. Glæsilegt mark. Staðan er því 3:2.

Mark - 51. mín. Matthías Guðmundsson skorar þriðja mark FH-inga með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni. Staðan er 3:1.

49. mín. Daði Lárusson markvörður FH ver skot frá Þórði Guðjónssyni.

48. mín.Skagamenn eru í vandræðum og Heimir Einarsson varnarmaður ÍA var nálægt því að skora sjálfsmark en boltinn fór framhjá markinu

47. mín. Páll Gísli Jónsson ver skot frá Tryggva Guðmundssyni af stuttu færi.

46. mín. Guðjón Þórðarson gerir breytingu á liði sínu í hálfleiks. Hann tekur Dean Martin af velli og Andri Júlíusson kemur inn á í hans stað. FH-liðið er óbreytt.

Mark - 44. mín. Jón Vilhelm Ákason var felldur í vítateig FH af Sverri Garðarssyni. Bjarni Guðjónsson skoraði úr vítspyrnunni af öryggi. Staðan er því 2:1 þegar fyrri hálfleik er lokið.

Mark - 30. mín. Tommy Nielsen þrumar að marki ÍA og Páll Gísli Jónsson varði skotið en Arnar Gunnlaugsson náði frákastinu og skaut í autt markið af stuttu færi. Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA fékk högg á höfuðið og er hann mjög bólginn við hægra auga.

27. mín. Sigurvin Ólafsson skallar boltann rétt framhjá marki Skagamanna af stuttu færi.

24. mín. Árni Thor Guðmundsson varnarmaður ÍA fékk fyrsta rauða spjaldið á Íslandsmótinu í knattspyrnu en hann braut á Matthíasi Guðmundssyni og fékk hann sitt annað gula spjald í leiknum. Þórður Guðjónsson mótmælti dómnum og fékk hann einnig gult spjald frá Jóhannesi Valgeirssyni dómara.

Mark - 20. mín.Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark Landsbankadeildarinnar á 20. mínútu en hann kom FH 1:0 yfir gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Árni Thor Guðmundsson varnarmaður fékk gult spjald fyrir að handleika boltann í vítateignum og dæmdi Jóhannes Valgeirsson dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Tryggvi skoraði af öryggi úr spyrnunni.

18. mín.Bjarni Guðjónsson átti fyrsta skot Skagamanna að marki en skot hans var laust og átti Daði Lárusson ekki í vandræðum með að handsama boltann. Sigurvin Ólafsson FH-ingur átti skot að marki eftir aukaspyrnu af löngu færi en boltinn fór langt framhjá.

10. mín. Tryggvi Guðmundsson skorar fyrir FH en markið er dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar eru meira með boltann í sínum röðum en hafa ekki náð að skapa sér mörg marktækifæri. Björn Bergmann Sigurðarson er í fremstu víglínu Skagamanna en hann aðeins 16 ára gamall.

4. mín. Það er frekar hvasst á Akranesi og er vindurinn þvert á völlinn. Völlurinn er góður en það er aðeins um 6 stiga hiti. Leikurinn fer rólega af stað.

Byrjunarlið FH er þannig skipað: Daði Lárusson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Bjarki Gunnlaugsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Sigurvin Ólafsson, Arnar Gunnlaugsson, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson og Sverrir Garðarsson.

Byrjunarlið ÍA: Páll Gísli Jónsson, Árni Thor Guðmundsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Bjarni Guðjónsson, Heimir Einarsson, Helgi Magnússon, Dean Martin, Ellert Jón Björnsson, Þórður Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason og Björn Bergmann Sigurðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert