KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA

Bjarni Guðjónsson og Grétar Hjartarson
Bjarni Guðjónsson og Grétar Hjartarson Eggert Jóhannesson

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. FH og Fylkir gerðu markalaust jafntefli og HK vann 2:1-sigur gegn Fram. Á Akranesi áttust við ÍA og KR. Þar hafði ÍA betur, 3:1. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

FH er í efsta sæti með 13 stig en Valur er með 9 stig. KR er á botni deildarinnar með 1 stig eftir 5 umferðir. Fram er með 2 stig í næst neðsta sæti.

ÍA - KR 3:1. Leiknum er lokið.

90. mín. 3:1. Björgólfur Takefusa skorar eftir að hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn ÍA.

68. mín. Jón Vilhelm Ákason á gott skot að marki sem fór rétt framhjá. Vjekoslav Svadumovic lagði boltann út á Jón en vörn KR er ekki að standa vaktina nógu vel. Sóknarleikur KR er í molum og liðið nær ekki að skapa sér nein færi.

64. mín. Stórsókn Skagamanna. Bjarni Guðjónsson rétt missti af fyrirgjöf frá vinstri en hann var einn fyrir opnu marki. Boltinn barst aftur fyrir markið þar sem Vjekoslav Svadumovic skallaði að marki en Kristján Finnbogason varði meistaralega. KR hefur varla fengið færi í síðari hálfleik.

62. mín. Björgólfur Takefusa kemur inná í liði KR fyrir Óskar Hauksson.

3:0. 46.mín. Kári Steinn Reynisson skorar þriðja mark ÍA þegar 15 sekúndur eru liðnar af síðari hálfleik. Dean Martin lék upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið þar sem Kári Steinn var mættur á markteigshornið og skoraði hann af stuttu færi.

46. mín. Teitur Þórðarson þjálfari KR gerir tvær breytingar á liði sínu í hálfleik. Tryggvi Bjarnason og Henning Jónasson fóru af leikvelli. Bjarnólfur Lárusson og Jóhann Þórhallsson koma inná.

2:0. 45.mín. Helgi Pétur Magnússon skorar af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Jóns Vilhelms Ákasonar.

40.mín. Helgi Pétur Magnússon, ÍA, fær gult spjald fyrir brot. KR-ingar hafa ekki náð að skapa sér færi eftir að Henning slapp einn innfyrir vörn ÍA á 16. mínútu.

26.mín. Bjarni Guðjónsson fær gult spjald fyrir brot.

1:0. 19.mín. Bjarni Guðjónsson skorar með góðu skoti úr miðjum vítateignum og kemur ÍA yfir. Jón Vilhelm Ákason spólaði sig í gegnum vörn KR og komst upp að endamörkum. Hann renndi boltanum út í vítateiginn þar sem Bjarni var einn og óvaldaður.

16.mín. Henning Jónasson slapp einn inn fyrir vörn ÍA en skot hans fór í hliðarnetið. Besta færi leiksins fram til þessa en Henning fór illa að ráði sínu í þessu tilviki.

10.mín. Bæði lið byrja leikinn af miklum krafti en aðstæður á Akranesi eru frábærar.

1.mín. Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR fær gult spjald fyrir brot á Dean Martin.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson, Árni Thor Guðmundsson, Heimir Einarsson, Helgi Pétur Magnússon, Ellert Jón Björnsson, Dean Martin, Bjarni Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Jón Vilhelm Ákason, Dario Cingel, Vjekoslav Svadumovic.

Lið KR: Kristján Finnbogason, Tryggvi Bjarnason, Gunnlaugur Jónsson, Pétur Marteinsson, Grétar Hjartarson, Rúnar Kristinsson, Sigmundur Kristjánsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson, Vigfús Jósepsson, Henning Jónasson.

HK - Fram 2:1 Leiknum er lokið.

90. mín. Leiknum er lokið með 2:1-sigri HK.

2:1. 79.mín. Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Fram en hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Fram.

2:0. 77.mín. Rúnar Páll Sigmundsson skorar með þrumuskoti af um 20 metra færi og kemur HK í 2:0.

57.mín. Hjálmar Þórarinsson á skot að marki HK en boltinn fór hátt yfir markið.

55.mín. Það hefur fátt markvert gerst í síðari hálfleik. Framliðið er aðeins að sækja í sig veðrið.

45.mín. Fyrri hálfleik er lokið.

1:0. 9.mín. Jón Þorgrímur Stefánsson kemur HK yfir eftir klaufaleg mistök í vörn Fram.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Finnur Ólafsson, Ásgrímur Albertsson, Davíð Magnússon, Stefán Jóhann Eggertsson, Þórður Birgisson, Jón Þorgrímur Stefánsson, Rúnar Páll Sigmundsson. Finnbogi Llorens, Hólmar Örn Eyjólfsson, Aaron Palomares.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Óðinn Árnason, Ingvar Þór Ólason, Eggert Stefánsson, Reynir Leósson, Daði Guðmundsson, Jónas Grani Garðarsson, Hjálmar Þórarinsson, Patrik Ted Redo, Alexander Steen, Igor Pesic.

FH - Fylkir 0:0. Leiknum er lokið.

86.mín. Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis varði gott skot frá Matthíasi Guðmundssyni. Fjalar fékk boltann í höfuðið og er verið að huga að meiðslum hans.

83.mín. Ólafur Ragnarsson dómari leiksins dregur rauða spjaldið á loft. Tryggvi Guðmundsson úr FH og Valur Fannar Gíslason úr liði Fylkis eru reknir af leikvelli eftir handalögmál þeirra á milli.

63.mín. Páll Einarsson, Fylki, fær fínt færi eftir góðan undirbúning frá Hauki Inga Guðnasyni. Daði Lárusson markvörður FH varði skotið.

60.mín. FH-ingarnir Arnar Þór Viðarsson og Arnar Gunnlaugsson fara leikvelli. Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson koma inná.

59.mín. Fylkismaðurinn Ólafur Stígsson fer af leikvelli og Páll Einarsson kemur inn á.

58.mín. Andrés Már Jóhannesson leikmaður Fylkis fær fínt færi á markteig en hann hitti ekki boltann.

45.mín. Fyrri hálfleik er lokið.

36.mín. Tryggvi Guðmundsson setur boltann í mark Fylkis en markið er dæmt af vegna rangstöðu.

33.mín. Dennis Siim á gott skot að marki Fylkis en Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis varði vel.

Jón Þorgrímur Stefánsson í leik gegn ÍA.
Jón Þorgrímur Stefánsson í leik gegn ÍA. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert