Staða okkar er hörmuleg

Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Eftir Guðmund Hilmarsson

gummih@mbl.is

Rúnar Kristinsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og nú leikmaður KR, segir að staða KR-inga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu sé hörmuleg en með samstöðu allra KR-inga sé hægt að snúa taflinu við. Eftir sjö umferðir sitja KR-ingar einir og yfirgefnir á botni deildarinnar – þeir hafa ekki unnið leik og hafa einungis eitt stig en fyrir mótið spáðu margir því að þeir yrðu í baráttunni við FH-inga um Íslandsmeistaratitilinn.

,,Það hafa fleiri sagt það en ég að ef við vissum hvað væri að þá væri búið að leysa málin. Við KR-ingar verðum að vinna okkur sjálfir út úr vandamálunum og reyna að fá það fram í leikjunum sem við gerum á æfingunum. Staða okkar í deildinni er hrein hörmung en það er ekki hægt að skella skuldinni á einn eða neinn, hvorki einstaka leikmenn né þjálfara. Það þurfa allir að snúa bökum saman og vinna sem ein liðsheild," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert