Blikar semja við útlendingana fjóra

Prince Rajcomar og Nenad Petrovic verða áfram í röðum Breiðabliks.
Prince Rajcomar og Nenad Petrovic verða áfram í röðum Breiðabliks. Kristinn Ingvarsson

Fjórir erlendir knattspyrnumenn sem hafa í ár leikið með Breiðabliki í úrvalsdeildinni hafa allir skrifað undir nýja samninga við Kópavogsfélagið til næstu tveggja ára, en frá þessu er skýrt á vef Breiðabliks í dag.

Fjórmenningarnir eru Prince Rajcomar frá Hollandi og þeir Nenad Zivanovic, Srdjan Gasic og Nenad Petrovic sem allir eru frá Serbíu. Þeir Gasic og Zivanovic eru að ljúka sínu öðru tímabili með Blikum en þeir Prince og Petrovic komu til félagsins fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert