FH skoraði fjögur gegn HK

Mitja Brulc (25) hjá HK og Hjörtur Logi Valgarðsson hjá …
Mitja Brulc (25) hjá HK og Hjörtur Logi Valgarðsson hjá FH eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

FH vann öruggan sigur á HK, 4:0, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld í leik sem þó var jafn lengi vel. FH komst í 2:0 í lok fyrri hálfleiks og gerði útum leikinn með marki í byrjun þess síðari.

Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö marka FH og þeir Tommy Nielsen og Atli Viðar Björnsson sitt markið hvor. FH er þá komið með 25 stig í öðru sætinu, stigi á eftir Keflvíkingum, en HK situr áfram á botninum með 5 stig.

Lið FH:  Gunnar Sigurðsson, Höskuldur Eiríksson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Guðnason, Arnar B. Gunnlaugsson, Atli Viðar Björnsson, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Varamenn: Daði Lárusson, Jónas Grani Garðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Björn Daníel Sverrisson, Birkir Halldór Sverrisson.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Damir Muminovic, Sinisa Valdimar Kekic, Finnbogi Llorens, Hörður Árnason, Goran Brajkovic, Finnur Ólafsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Mitja Brulc, Iddi Alkhag, Aaron Palomares.
Varamenn: Ögmundur Ólafsson, Stefán Eggertsson, Almir Cosic, Calum Þór Bett, Hörður Már Magnússon, Hörður Magnússon, Þorlákur Hilmarsson.

FH 4:0 HK opna loka
93. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert