„Haugalygi að ég hafi ekki samþykkt launalækkun“

Marel Baldvinsson úr Breiðabliki í baráttu við Valsmenn í fyrra.
Marel Baldvinsson úr Breiðabliki í baráttu við Valsmenn í fyrra. mbl.is/hag

Marel Jóhann Baldvinsson knattspyrnumaður, sem í síðustu viku yfirgaf Breiðablik og samdi við Valsmenn út tímabilið, er ekki sáttur við viðskilnað sinn við Kópavogsliðið og þann fréttaflutning sem hefur borist varðandi vistaskipti hans. Marel er uppalinn hjá Breiðabliki og það er eina liðið sem hann hefur spilað með hér á landi en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni og var á mála hjá norsku liðunum Molde og Stabæk og síðan Lokeren í Belgíu. 

,,Það hefur litið þannig út að ég sé vondi karlinn. Það hefur alls staðar komið fram samkvæmt heimildum fjölmiðla að ég hafi verið eini leikmaður Breiðabliks sem vildi ekki taka á sig launalækkun. Það er bara haugalygi,“ sagði Marel í samtali við Morgunblaðið í gær.

Ítarlegt viðtal er við Marel í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir viðskilnað hans við Breiðablik.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert