Átta leikja bið Vals eftir sigri lauk í Árbænum

Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrir Val og er hér í …
Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrir Val og er hér í baráttu við Pape Mamadou Faye. mbl.is/Jakob Fannar

Átta leikja bið Valsmanna eftir sigri er á enda eftir að þeir unnu Fylki 1:0 í Árbænum í kvöld, þegar 16. umferð Pepsi-deildar hófst.  

Það var ekkert um að vera lengi vel þar til Ingimundur Níels skaut í þverslá Valsmarksins eftir hálftíma leik en á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Haukur Páll Sigurðsson.  Síðari hálfleik var jafndaufur og sá fyrri, örlítið meiri neisti þó en lítið fjör.  

Með sigrinum eru Valsmenn komnir með 22 stig og komast upp fyrir miðja deild en Fylkir á sama stað, í 9. sætinu.   

Lið Fylkis:  Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Pape Mamadou Faye, Albert Brynjar Ingason, Tómas Þorsteinsson, Andri Þór Jónsson.
Varamenn:  Andrew Bazi, Ólafur Ingi Stígsson, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Már Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Martin Pedersen, Atli Sveinn Þórarinsson, Greg Ross, Jón Vilhelm Ákason, Rúnar Már Sigurjónsson, Arnar Sveinn Geirsson, Diarmuid O‘Carroll, Ian David Jeffs, Haukur Páll Sigurðsson, Þórir Guðjónsson.
Varamenn:  Ásgeir Þór Magnússon, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Einar Marteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Edvard Börkur Óttharsson, Magnús Örn Þórsson.

Fylkir 0:1 Valur opna loka
90. mín. Baldur I. Aðalsteinsson (Valur) á skot framhjá Aukaspyrna hátt yfir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert