Toppbarátta í dag og kvöld

Tonny Mawejje úr ÍBV og Tommy Nielsen úr FH. Lið …
Tonny Mawejje úr ÍBV og Tommy Nielsen úr FH. Lið þeirra mætast í dag. mbl.is/hag

Staðan í efri hluta Pepsi-deildar karla í fótbolta getur breyst talsvert í dag og kvöld þegar fjögur liðanna sem hafa verið í baráttunni þar eigast við. ÍBV tekur á móti FH í Vestmannaeyjum og í Árbænum verða KR-ingar í heimsókn hjá Fylki.

ÍBV og FH mætast klukkan 16 en liðin eru í þriðja og fjórða sætinu í deildinni. Valur er með 21 stig, KR 20, ÍBV 16 stig og KR 15. Þarna er því mikið í húfi því sigurliðið getur andað ofaní hálsmálið á Reykjavíkurfélögunum.

Viðureign Fylkis og KR hefst klukkan 20 og þar geta KR-ingar komist uppfyrir Valsmenn á ný og í efsta sætið. Fylkismenn gætu hinsvegar ef þeir yrðu fyrstir til að sigra KR, komist í þriðja til fjórða sæti deildarinnar en þeir sitja sem stendur í 7. sætinu með 14 stig eftir að hafa gefið eftir í síðustu tveimur leikjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert